Nýjasta útgáfa Hóla



Hvítabirnir á Íslandi

HvítabirnirStórmerkileg bók um komu hvítabjarna til Íslands, allt frá landnámsöld til okkar daga, með  viðkomu í sögum og sögnum um þessar ógnvekjandi skepnur. Og þetta voru engir aufúsugestir:

„Fréttin um hvítabjörninn barst í einu vetfangi um alla eyjuna og komu allir byssufærir menn saman von bráðar.  Þrjú bæli sáust í hlíðinni og var álitið í fyrstu að dýrin væru fleiri en eitt.  Lagt var af stað upp hlíðina móti vindáttinni.  Menn voru vel undir viðureignina búnir og meira að segja var hákarlaskálm ein mikil með í förinni.  Atlagan hófst. Menn skipuðu sér í hálfhring í kring um híðið og komu sér fyrir í skotstöðu í um það bil 20 feta fjarlægð.  Björninn hafði lítið bært á sér til þessa en nú tók hann að óróast. Hann rak vígalegan hausinn út um munna grenis síns og þegar hann sá mennina lét ófriðlega í honum …“

Þetta er brot úr frásögn frá Grímsey árið 1969.  Og frásagnirnar eru margar og sumar óhugnanlegar.

Höfundurinn, Rósa Rut Þórisdóttir, byggir bókina að miklu leyti á gögnum sem faðir hennar, Þórir heitinn Haraldsson, lengi náttúrufræðikennari við MA, hafði safnað saman og er þetta mikla ritverk tileinkað minningu hans.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2018

„Ekki misskilja mig vitlaust!“ – Mismæli og ambögur.

mismælakápan-72

Í þessari bráðsmellnu bók fara fjölmargir á kostum og „tala tæpitungulaust“.

Guðbjartur Jónsson, lengi Vagnstjóri á Flateyri, fullyrðir að „margt smátt geri eitt lítið“.  Lási kokkur hefur „vaðið fyrir ofan sig“. Heimir Már Pétursson segir grafalvarlegur á skjánum að „heilbrigðisráðherra hafi tekið ákvörðunina að höfðu samræði við lækna“. Hörður Magnússon staðhæfir það í knattspyrnulýsingu að það sé „heldur betur að færast kraftur í aukana“ og kollegi hans, Guðjón Guðmundsson, segir okkur frá kókópuffs-kynslóðinni sem „hefur ekki stigið hendi í kalt vatn“.

Athafnamaðurinn Eyþór í Lindu fullyrðir að „ekki séu allir peningar til fjár“. Jóhann Hlíðar Harðarson segir alþjóð það í gegnum Ríkisútvarpið að „ölvun og áfengi fari ekki saman“ og Ingófur Bjarni Sigfússon flytur frétt sem á „einkum við um vanfærar konur á barneignaraldri“.

Sigmundur Ernir Rúnarsson minnir á „ellefu fréttirnar sem hefjast stundvíslega klukkan 22:30“.  Gugga Reynis gistir á „Inniday Hall“. Sveinn Snorri Sighvatsson gefur hlustendum Bylgjunnar það heilræði að „hafa ljósin spennt og kveikt á beltunum“. Pétur Blöndal segir konurnar á aðalfundi Seðlabankans „fara minnkandi“ og Lalli Johns telur að það sé „víða slæmur sauður í misjöfnu fé“.

Ína af Ströndum vill vera „dauð fluga á vegg“. Markús Þórhallsson biður sjálfstæðisfólk að kjósa Röggu Gísla og Inga á Eyri segir hraðbát sonar síns vera með „utanlandsmótor“.

Svo er það drottning mismælanna, Vigdís Hauksdóttir, sem vill leiðrétta „rangsannindi“ Steingríms Joð og ætlar ekki að „stinga höfðinu í steininn“.

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

 

Útgáfuár: 2018

Spurningabókin 2018 – Hvernig drepa bóaslöngur bráð sína?

Spurningabókin 2018.jpegÁ hvoru auganu er Stjáni blái blindur? Hvernig drepa bóaslöngur bráð sína? Hvort lokar maður hurðinni með dyrunum eða dyrunum með hurðinni? Hvaða litur er einkennandi fyrir hrekkjavökuna? Hvað heitir hestur Lukku-Láka?  Í hvaða bæjarfélagi er Costco? Hvaða sex stafa orð er oftast notað yfir afturenda skips?

Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem fólk á öllum aldri mun vafalítið hafa gaman af.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2018

Fótboltaspurningar 2018

Fótboltaspurningar 2018.jpegHvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“? Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lágvaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja fyrir klúbbinn“? Hvað skoraði Rakel Hönnudóttir mörg mörk í 7-2 sigri Breiðabliks á Haukum sumarið 2017? Hvaða úrvalsdeildarliði á Englandi hafa þeir allir stýrt: Claudio Ranieri, Avram GRant og Rafael Benítez?

Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurningar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2018

Geggjaðar GÁTUR og góðar

Geggjaðar gátur.jpegHvað verður sá sem aldrei er forvitinn? Hvenær lykta allir menn eins? Af hverju rignir aldrei tvo daga í röð? Hver af forsetum Íslands, á undan Guðna Th., notaði stærstu skóna? Hvað gera allir á sama tíma? Hver á alltaf síðasta orðið? Hvar er hnífur þess manns sem á í stökustu vandræðum? Hvernig gabbarðu fiðlu?

Þessar gátur og margar fleiri, léttar og erfiðar, en allar skemmtilegar í þessari bráðsmellnu bók sem fólk á öllum aldri mun elska að glíma við.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2018

130 vísnagátur

130 vísnagátur.jpegÍ þessari bráðsmellnu bók eru 130 vísnagátur, sumar léttar, aðrar erfiðari, en allar eru þær skemmtilegar.  Hver vísa felur í sér eitt orð og eru vísbendingar um það að finna í hverri ljóðlínu. Dæmi:

Þessar hýsir herra mús,

hún í tönn er mesti blús.

Lítil, hrörleg íbúð er,

og í götu því er ver.

Já, hvaða orð skyldi leynast þarna?

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2018

Talandinn – Er hann í lagi?

Talandinn.jpeg

Ertu með hæsi án kvefs, ræskingaþörf, raddbresti, kökktilfinningu í hálsi og raddþreytu? Ertu hætt/ur að geta sungið? Hvað þarftu að gera til að fanga hlustunarlöngun? Þarftu oft að endurtaka það sem þú segir? Veistu stöðu talfæra við myndun talhljóða? Gætir þú sagt einstaklingi til um hvernig hann á að mynda talhljóð?  Er einstaklingur með framburðargalla? Á hverju byggist skýr framsetning máli?

Í þessari bók sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi má finna svör við hvað getur farið úrskeiðis í rödd, framburði og framsetningu máls. Bókin varpar á einfaldan, skýran og myndrænan hátt ljósi á þá flóknu líkamsstarfsemi sem myndar rödd og framburð. í henni má finna sjálfskoðunarlista svo fólk geti metið ástand eigin raddar. Æfingar til að ná burtu þreytu og/eða stirðleika í tal- og raddfærum. Röntgenmyndir af stöðu talfæra og einfaldar líffræðimyndir.

Leiðbeinandi verð: 4.680-.

 

 

Útgáfuár: 2018

Laggó! Gamansögur af íslenskum sjómönnum

Laggó! jpeg

Í þessari bók er talað tæpitungulaust og jafnt tenntir sem tannlausir fara hér á kostum.

Lási kokkur „hefur vaðið fyrir ofan sig“. Ingvi Mór heldur ekki framhjá. Siggi Nobb mokar kolum í myrkri og Gísli Bergs biður um samband við sjálfan sig. Oddur spekingur hagræðir sannleikanum og Ingvi Árnason eldist hægt. Þórhallur Þorvaldsson er í sumarfríi og Guðni Ölversson borgar ekki leigubílinn. Ása í Bæ bráðvantar tennur og Jón Berg Halldórsson hrekkir sem aldrei fyrr. Guðmundur Halldórsson tekur hótun Árna Matt illa og Sigurður Björgvinsson er í félagi sem allt drepur. Sveinn Hjörleifsson er „næstum því alveg bláedrú“ og enskan vefst ekki fyrir Reyðfirðingnum Jónasi Jónssyni á Gunnari. Skipverjar á Drangey þurfa að bíða eftir því að stilliskrúfa gangi niður af Valla Jóns og Valborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, lýsir óþarflega frjálslega aktívíteti áhafnarmeðlima skonnortunnar Hildar. Svo fer Túlli með son til sjós og heldur um það dagbók. Sá var ekki efni í sjómann, en hins vegar rættist heldur betur úr honum á öðrum vettvangi og hefur hann skemmt okkur í mörg ár. Hver var pilturinn?

Hér koma líka við sögu: Gvendur Eyja, Jóngeir Eyrbekk, Tannhvala-Jón, Bjarni Þórðarson, Helgi á Mel í Norðfirði og Bassi, sonur hans, bræðurnir Ragnar og Gunnar Helgasynir á Siglufirði, Alfreð Steinar Rafnsson, Sævar Benónýsson, Magnús Grímsson og Bensa sailor. Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem stíga á stokk í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Útgáfuár: 2018

104 „sannar“ Þingeyskar lygasögur

Sannar ÞingeyskarHér segir m.a. frá tugthúslimum í stjórn KÞ, Heiðari bómudrelli, drulludelum í Skúlagarði, bremsulausum Lúther, Alla Geira, Lenín á Rauðatorginu, Þórhalli í fimmtugri skyrtu, The Everyhole brothers í Öxarfirði, lærleggjaspaugsemi séra Sighvats, glæpakvendi á Hjarðarhólnum og er þá fátt eitt upptalið. Þessa bók verðurðu bara að lesa.

Leiðbeinandi verð: 3.680-.

Útgáfuár: 2018

Víkingur – Sögubrot af aflaskipi og skipverjum

Togarinn Vikingur AK-100 kom nýsmíðaður frá Þýskalandi til Akraness árið 1960.  Víkingi var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði Víkings og rakin saga skipsins sjálf, ekki síst í gegnum skipverjana. Bókin er ríkulega myndskreytt. Togarinn Vikingur AK-100 kom nýsmíðaður frá Þýskalandi til Akraness árið 1960. Víkingi var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði Víkings og rakin saga skipsins sjálf, ekki síst í gegnum skipverjana. Bókin er ríkulega myndskreytt.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2018

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is