Nýjasta útgáfa Hóla



Leynilíf gæludýra

leynilifStútfull bók af skemmtiefni, leikjum og þrautum, en auk þess eru hér andlitsgrímur af Max, Chloe, Snjólfi og Gittu og því er auðveldlega hægt að bregða sér í gervi þeirra – og gera eitthvað skemmtilegt af sér. Tvímælalaust barnabókin í ár!

Leiðbeinandi verð: 3.380-.

Útgáfuár: 2016

Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar

vilji-er-allt-sem-tharf

Séra Vigfús Þór Árnason lét af störfum fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað sem sóknarprestur í 40 ár, fyrst á Siglufirði og seinni hluta starfsævinnar í Grafarvogi. Vigfús Þór hefur oft farið ótroðnar slóðir og segir hér sögu sína hispurslaust og af hreinskilni, gædda því einstaka skopskyni sem honum er svo eðlislægt að beita.

Hér segir meðal annars frá:

  • giftingu í sandkassa,
  • sögulegri heimsókn „lyktandi“ guðfræðinema til Færeyja,
  • ýmsum atburðum í lögreglunni,
  • jarðarför Gústa guðsmanns sem sjálfur hóf upp raustina í eigin kveðjustund,
  • sáttafundum hjóna í ræstikompu,
  • fyrstu klukknahringingunni í Grafarvogskirkju – sem ekki var af mannavöldum,
  • óvæntri diskóljósamessu.

VILJI ER ALLT SEM ÞARF er bæði bráðskemmtileg og fróðleg bók; kitlar hláturtaugarnar og veitir lesandanum jafnframt innsýn í starf prestsins, sem er fjölbreyttara en margur heldur.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Útgáfuár: 2016

Héraðsmannasögur – gamansögur af Héraði

heradsmannasogur

Hákon Aðalsteinsson fær próflausan ungling, Sigurð G. Tómasson, til að rúnta með sig um Héraðið.  Hrafn á Hallormsstað útskýrir veru sína í Framsóknarflokknum. Frissi í Skóghlíð segir vel líta út með flug til Vopnafjarðar. Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum kærir lögregluna. Þráinn Jónsson er alls staðar. Aðalsteinn á Vaðbrekku á við sérkennilegt áfangisvandamál að stríða. Baldur Pálsson segir frá eðlisfræðitilraunum á Jökuldal.  Séra Sigurjón á Kirkjubæ verður að halda áfram að jarða þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaun og Sigríður Rósa Kristinsdóttir sendir Sverri Hermannssyni tóninn. Eru þá fáir upptaldir af þeim sem koma hér við sögu. Og svo er spurt: Er samvinnuhreyfingin tómt klám?

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Útgáfuár: 2016

Skagfirskar skemmtisögur 5

skagfirsk-5Hér kennir margra grasa. Séra Þórir Stephensen er kallaður til skítverka á Sauðárkróki. Stína Sölva heldur þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera Álftagerðisbræður. Kári Valla makar á sig súkkulaði í sturtunni. Ása Öfjörð klárar messuvínið. Egill Bjarna sendir Sigga Guðjóns út í kjörbúð að kaupa skyr. Það raknar úr garnaflækju hjá Valla Jóns.  Jóhann Salberg sýslumaður býður forseta Íslands Ópal. Steingrímur á Silfrastöðum segir kirkjuna rúma heilt helvíti. Andrés Valberg selur sömu hauskúpuna tvisvar. Rúnki predikari bölsótar steinbítnum.  Sölvi Helgason hrækir í Hróarsdal og Seðlabankamenn hringja í Hörð á Hofi. Þá er sagt frá ævintýralegum hestaviðskiptum við Stebba á Keldulandi og bókin endar á smásögunni Raunir á Reyðarskeri.

Skagfirskar skemmtisögur 5 er ávísun á taumlausa skemmtun.

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Útgáfuár: 2016

Flugsaga

flugsaga

Saga flugsins hefst ekki með flugi Wright-bræðra fyrir liðlega öld — heldur mun fyrr. Hér er hún rakin til þess tíma þegar menn stukku úr turnum eða fram af klettum og fórnuðu margir limum og lífi og vísindamenn teiknuðu framúrstefnuleg loftför sem aldrei flugu, með viðkomu í styrjöldum sem höfðu mikil áhrif á þróun flugvéla og fleira mætti nefna. Þá er hér ágrip af flugsögu Íslands.

Þessa bók lætur enginn flugáhugamaður fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Útgáfuár: 2016

Sigurðar sögur dýralæknis

sigurdar-sogur

Sigurður Sigurðarson dýralæknir frá Keldum er magnaður sagnamaður og lætur hér gamminn geysa eins og honum einum er lagið. Sagðar eru sögur af prestum, stjórnmálamönnum, læknum, sjúklingum og skepnum og örugglega skella margir upp úr við lestur þeirra – svo bráðsmellnar eru þær.

Baldur í Vatnsfirði jarðar framsóknarmenn. Sigurbjörn biskup fer með kvöldbænirnar. Halldóri í Holti er tíðrætt um mykjudreifara og Jón Ísleifsson skiptir um föt.  Ólafur Thors sefur fram eftir, liðmús er á leið upp eftir konu í Eyjafirði og Smali Jónsson ríður berbakt.

Leiðbeinandi verð: 3.480-.

Útgáfuár: 2016

Djúpmannatal 1801-2011

djupmannatal

Í þessu riti er að finna æviskrár Djúpmanna frá manntalinu 1801 til 2011, þeirra sem stofnuðu til heimilishalds við Ísafjarðardjúp í þrjú ár eða lengur á umræddu tímabili. Listi yfir bæjanöfn er aftast í ritinu, ásamt ábúendatali og korti.  Myndir eru af mörgum ábúendum og býlum í Ísafjarðardjúpi.

Leiðbeinandi verð: 8.900-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2016

Fótboltaspurningar 2016

fotboltaspurningar-2016

Í landsliðshópi Íslands á EM voru þrír markverðir. Hvað heita þeir?
Hvað heitir stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins?
Frá hvaða liði keypti Real Madrid Króatann Luka Modric?
Hversu oft hefur Manchester United orðið deildabikarmeistari?
Hvernig eru sokkarnir á litinn í aðalbúningi Porto?

Þetta og margt fleira í þessari frábæru fótboltaspurningabók sem enginn knattspyrnuunnandi lætur fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 1.490-.

Útgáfuár: 2016

Bestu barnabrandararnir – meiriháttar

bedstu-barnabrandararnir-2016

Þessi bókaflokkur hefur svo sannarlega slegið í gegn og ekki gefur þessi bók hinum fyrri neitt eftir. Bestu barnabrandararnir eru líka fyrir alla,jafnt unga sem eldri, enda fátt heilsusamlegra en að hlægja. Hér er einn brandarinn úr bókinni:

Lögreglumaðurinn hringdi á lögreglustöðina og sagði:
„Þetta er ansi undarlegt mál.“
„Nú, hvernig þá?“
„Jú, sjáðu til, gamla konan skaut manninn sinn til bana fyrir það eitt að labba yfir gólf sem hún var nýbúin að skúra.“
„Ertu ekki búinn að handtaka hana?“
„Nei, gólfið er ennþá blautt.“

Leiðbeinandi verð: 1.490-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2016

Spurningabókin 2016

spurningabokin-2016

Hér er spurt um allt milli himins og jarðar: íþróttir, dýr, tónlist, teiknimyndir, kvikmyndir, leikrit, málshætti og fleira til. Þessi bók er algjörlega ómissandi hvar og hvenær sem er!

Hvað eru kærastarnir margir sem koma við sögu í Mamma Mía söngleiknum?
Hver er eini skegglausi kóngurinn í venjulegum spilastokki?
Hvað nefnist hæfileikakeppni gunnskólanna?
Geta kengúrur hoppað aftur á bak?

Þetta og margt fleira í þessari bráskemmtilegu bók sem efalítið margir hafa beðið eftir.

Leiðbeinandi verð: 1.490-.

Útgáfuár: 2016
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is