Nýjasta útgáfa Hóla



Pétrísk-íslensk orðabók – með alfræðiívafi

petrisk-fors-2012-5br

Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins og æskulýðsfulltrúi á Grund, hefur um árabil samið og safnað saman skrýtnum og skemmtilegum orðum til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu.  Hvað ætli þessi orð merki hjá séra Pétri: Afbökun? Bakflæði? Einvígi? Landafundir? Óefni?  Þú færð svörin við þessu í Pétrísk-íslensku orðabókinni sem að sjálfsögðu er með alfræðiívafi.

Leiðbeinandi verð: 2.280-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012

Úr hugarheimi – í gamni og alvöru

Úr hugarheimi.kapa

Í þessari bók er að finna safn hugleiðinga Bjarna E. Guðleifssonar, náttúrufræðings og göngugarpa á Möðruvöllum í Hörgárdal, um margvísleg efni svo sem tímann, frelsið, meðalmennskuna, fegurð, erfðir, menningu og girðingar.  Sumar þeirra eru alvarlegar, aðrar í léttari kantinum og vafalítið finnur margur þarna eitthvað við sitt hæfi.  Ritið er jafnframt afmælisrit Bjarna, en hann varð sjötugur í sumar.

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012

Handknattleiksbókin I-II

handboltabokin-tvo-bindiÍ þessu glæsilega tveggja binda verki er rakin saga handknattleiksins á Íslandi.  Ævintýrið hófst árið 1920 og spannar bókin yfir 90 ár, eða til 2010.  Fjallað er rækilega um upphaf þessarar íþróttagreinar, sem ávallt hefur snert sterkar taugar í þjóðarsálinni, og þá menn sem mörkuðu fyrstu sporin.  Íslandsmótinu eru gerð góð skil sem og bikarkeppninni og Evrópuleikjum félagsliðanna.  Og vitaskuld fer feikimikið púður í landsliðin okkar sem borið hafa hróður lands og þjóðar víða um heim.

Handknattleiksbókina I-II ættu allir unnendur handknattleiks sem og íþrótta almennt að lesa.

Leiðbeinandi verð: 18.900-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012

Dauðinn í Dumbshafi – kilja

DID-kilja-kápa

Þá er hin vinsæla bók, Dauðinn í Dumbshafi, eftir Magnús Þór Hafsteinsson, komin í kilju.  Hún hefur vægast sagt fengið frábæra dóma og er skemmst að minnast umsagnar Kolbrúnar Bergþórsdóttur, Páls Baldvins Baldvinssonar og Egils Helgasonar um bókina í Kiljunni sl. janúar.

Hvað efnisþætti bókarinnar varðar þá er vísað til kaflans hér að neðan.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is