Nýjasta útgáfa Hóla
Börnin í hellinum
Sagan gerist á miðri 10. öld og fjallar um ævintýri hins 14 ára gamla Bolla og fjölskyldu hans. Þau eru útilegufólk og hafast við í helli og telja ýmsir sig eiga sökótt við þau. Æsispennandi og fróðleg bók.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Frankenstein
Frankenstein er kannski frægasta hryllingssaga allra tíma. Elding lýsir næturhimininn. Á sömu stundu sigrast Victor Frankenstein á stærstu ráðgátu vísindanna – og skapar líf.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Pétur Poppari
Saga Péturs Kristjánssonar lætur engan ósnortinn. Hann var goðsögn í lifanda lífi, hinn fullkomni holdgervingur hippakynslóðarinnar, en notaði þó aldrei dóp, og var samnefnari fyrir allt það flippaðasta sem rokksaga Íslands hefur að geyma. Pétur poppari – óborganleg bók um einstakan karakter.
Uppseld.
Gæfuleit
Þorsteinn Jónsson var einn af stofnendum Framsóknarflokksins, þingmaður, skólastjóri og útgefandi. Hann bjargaði Gagnfræðaskólanum á Akureyri frá hruni og gaf út verk Davíðs Stefánssonar. Frábær ævisaga um forvitnilegan mann sem hafði áhrif.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Þorpsskáldið Jón úr Vör
Jón úr Vör rekur hér lífshlaup sitt. Hann vex upp í allsleysi í þorpinu sínu fyrir vestan, flyst síðan suður og öðlast frægð þegar ljóð hans eru þýdd á erlenda tungu og fær að lokum sess meðal heiðurslistamanna
þjóðarinnar. Löngu tímabær bók.
Leiðbeinandi verð: 4.380-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Nýsköpunaröld
Stríðshörmungar, uppgangstími og hrikalegt hnignunarskeið togaranna, síldveiðarnar, landhelgin, þorskastríð, vélbátaútgerð og fiskvinnsla. Undirstöðurit íslenskrar sögu. Stórfróðleg bók og jafnframt sú þriðja og síðasta í þessari ritröð.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Bestu barnabrandararnir – algjört möst
Brandarar í hæsta gæðaflokki sem koma öllum til að hlæja.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Stjarnljóð
Lögreglumaðurinn Helgi frá Hlíð hefur lengi skemmt fólki með kveðskap sínum en hér getur þó að líta hans fyrstu ljóðabók og er hún kærkomin
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Ævintýri Nonna: Silungsveiðin
Eitt af vinsælu ævintýrunum úr smiðju Nonna, Jóns Sveinssonar, og auðvitað kemur þar lífsháski við sögu.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Stafrófsvísur Ara orms
Ari ormur skríður í gegnum stafrófið og auðvitað er það ekki með öllu hættulaust.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005