Nýjasta útgáfa Hóla
Lífsspeki
Um lífið, tilveruna og manninn og það sem gerir lífið þess virði að því sé lifað. Hjartnæmur texti fjölmargra mannvina um börnin og hjónabandið, ellina og sorgina og ótalmargt fleira sem viðkemur daglegu lífi okkar.
Uppseld.
Útgáfuár: 2003Hvað segir þitt hjarta?
Þórhallur Guðmundsson miðill er löngu landsþekktur fyrir einstaka hæfileika. Hér opnar hann hjarta sitt fyrir lesendum. Hvað gerist á miðilsfundum? Hvernig eigum við að búa okkur undir slíka fundi? Hvað felur dauðinn í sér? Hvað bíður okkar hinum megin? Hvað gerist þegar við kveðjum ástvin og hvernig eigum við að takast á við sorgina?
Uppseld.
Útgáfuár: 2003Bestu barnabrandararnir – sjúklega fyndnir
Þær gerast ekki skemmtilegri en bækurnar í þessum bókaflokki (Bestu barnabrandararnir) og þessi er þar engin undantekning.
Uppseld.
Útgáfuár: 2003Spurningabókin 2003
Hér eru spurningar við allra hæfi; spurt er um vonda menn og góða, heimspekinga og listamenn og fleiri til.
Uppseld.
Útgáfuár: 2003Drakúla
Þegar hinn ungi Jonathan Harker kemur í draugalegan kastala Drakúla greifa í Transylvaníu hefur hann ekki hugboð um hvað bíður hans. Skelfilegir atburðir eru í nánd. Drakúla er frægasta og ægilegasta hryllingssaga allra tíma. Ekki lesa hana einn á síðkvöldi.
Uppseld.
Útgáfuár: 2003Lyginni líkast
Af íslenskum ýkjumönnum sem sögðu sögur af sömu list og Münchausen. Fjöldi íslenskra sagnamanna stígur fram. Frásagnargáfan er stórkostleg. Gísli Jónsson menntaskólakennari segir lífssögu Jóns Skrikks. Austfirðingurinn Sögu-Guðmundur sker í þokuna. Gunnar Jónsson á Fossvöllum segist aldrei hafa sagt ósatt orð á ævi sinni og er verðlaunaður fyrir.
Uppseld.
Útgáfuár: 2003Afsakið – hlé
Fyndnasta bók ársins. Sorglegasta bók ársins. Lygilegasta bók ársins. Bókin sem þú verður að lesa. Hinn kynþokkafulli Logi Bergmann, Jón Ársæll, Sigmundur Ernir, Þór Jónsson, Stefán Jón Hafstein, Arnar Björnsson og ótal fleiri fjölmiðlamenn birtast hér á sínum bestu stundum – og sínum verstu.
Uppseld.
Útgáfuár: 2003Lífsþorsti og leyndar ástir
Svipmyndir úr lífi Gríms Thomsens og nokkurra samferðamanna.
Höfundur: Kristmundur Bjarnason.
Fullt verð: 4480 kr. með vsk.
Uppseld
Útgáfuár: 2003Leiðin til Jerúsalem
Óhemju spennandi metsölubók. Leiðin til Jerúsalem gerist á 12. öld og segir sögu hins sænska Arna Magnússonar sem elst upp í klaustri undir handarjaðri vopnfimasta krossfarans. Þegar Árni snýr aftur út í heiminn er hann óviðbúinn þeim kaldrana sem mætir honum. Jafnvel faðir hans trúir því um tíma að munkarnir hafi eytt allri karlmennsku úr Árna. En Árni á eftir að koma öllum á óvart. Leiðin til Jerúsalem hefur verið á toppi metsölulista í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
Uppseld.
Útgáfuár: 2003Uppgangsár og barningsskeið
Í þessu öðru bindi Sögu sjávarútvegs á Íslandi segir frá því þeagr vélaraflið hélt innreið sína og sjávarútvegur Íslendinga gjörbreyttist á fáeinum árum. Bátar og togarar ösluðu um öll mið og hafið tók sinn toll. Jón Þ. Þór fjallar á einstakan hátt um sjávarútveg Íslendinga. Hér er á ferðinni grundvallarrit um íslenska sögu og baráttuna við Ægi.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Uppseld
Útgáfuár: 2003