Nýjasta útgáfa Hóla



Minningar úr Menntaskólanum á Akureyri

minningar_ur_MAMinningar fjölmargra MA-stúdenta frá veru sinni í skólanum; bráðskemmtilegar og fróðlegar. Bókin er gefin út í tilefni af 120 ára afmæli skólans og er þá miðað við stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880.

Uppseld.

Útgáfuár: 2000

Undir bláhimni

undir_blaSkagfirsk úrvalsljóð og vísur.  Stórkostlegur kveðskapur eins og Skagfirðinga er von og vísa.

Uppseld.

Útgáfuár: 2000

Kæri kjósandi

kaeri_kjosandiHér stíga a stokk ekki ómerkari höfuðsnillingar en Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Halldór Blöndal, Salome Þorkelsdóttir, Guðmundur jaki Guðmundsson, Steingrímur J. Sigfússon, Albert Guðmundsson, Árni Johnsen, Ólafur Ragnar Grímsson, Hjálmar Árnason, Stefán Jónsson, Sighvatur Björgvinsson, Davíð Oddsson, Páll Pétursson, Jón Kristjánsson og eru þá fáir nefndir.

Hvaða ráðherra sagði: Það er með sönginn eins og kynlífið, maður þarf ekki að vera neitt sérstaklega góður til að hafa gaman af?

Uppseld.

Útgáfuár: 2000

Í órólegum takti

i_orolegumÍ órólegum takti er djörf saga Margrétar Hannesdóttur.  Fyrir tilviljun tekur hún að sér landflótta Kúrda, smyglar honum inn í landið og berst harðri baráttu við íslenska embættismannakerfið til að koma í veg fyrir að hann verði sendur til síns heima í Tyrklandi þar sem honum er bráður bani búinn.  Um leið neyðist Margrét til að endurskoða tilveru sína.  Hún leiðist út í ástarsamband við ráðherra og hjónaband beggja stendur tæpt.

Í órólegum takti er skáldsaga sem tekur á ýmsum viðkvæmum málum samtímans.

Uppseld.

Útgáfuár: 2000

Bestu barnabrandararnir – geggjað grín

bb_geggjad_grinBrjálæðislega góðir brandarar á hverri síðu.  Eitthvað fyrir þig – og alla hina.

Uppseld.

Útgáfuár: 2000

Spurningabókin 2000

IMG_0077Af hvaða dýri fáum við beikon? Hver fann upp á því að setja ljós á jólatré? Hvaða borgarnafn verður eldsmatur ef það er lesið aftur á bak? Hvenær varð Íslands frjálst og fullvalda ríki? Hvað merkir orðið nærkona?  Þessar og margar fleiri spurningar í þessari bráðskemmtilegu spurningabók.

Uppseld.

Útgáfuár: 2000

Nærmynd af Nóbelsskáldi

naermynd_af_nobelsskaldiHver var Halldór Kiljan Laxness í raun og veru? Maðurinn á bak við skáldið? Hér segja samtíðarmenn hans, bæði ættingjar og aðrir sem til hans þekktu, frá því hvernig hann kom þeim fyrir sjónir.  Sannarlega áhrifamikil og persónuleg bók um einstæðan mann.

Uppseld.

Útgáfuár: 2000

Búkolla

bukollaGamla, góða ævintýrið um Búkollu með glæsilegum myndum Kristins G. Jóhannssonar heillar jafnt börn sem fullorðna.

Uppseld.

Útgáfuár: 2000

Stoke City í máli og myndum

stoke

Hér er í stuttu máli rakin saga Stoke City frá stofnun félagsins 1868 til 2000.  Fjallað er um sigra þess og sorgir, minnissstæða leikmenn á borð við Stanley Matthews og Gordon Banks sem og framkvæmdastjóra, auk þess sem talsverðu púðri er eytt í yfirtöku Íslendinganna á félaginu og þann sem þá tók þar við stjórnartaumunum, Skagamanninn Guðjón Þórðarson.

Uppseld.

Útgáfuár: 2000

Rauðu djöflarnir – Knattspyrnustjörnurnar í Manchester United

raudu_djoflarnir_iiHér má lesa um allar helstu knattspyrnustjörnurnar í Sögu Manchester United allt til ársins 2000.  Þar á meðal Duncan Edwards, Bobby Charlton, Denis Law, George Best, Bryan Robson, Eric Cantona, Peter Schmeichel, Ryan Giggs, Roy Keane, Steve  Bruce, Andy Cole, Paul Scholes, David Beckham, Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær.

Uppseld.

Útgáfuár: 2000

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is