Nýjasta útgáfa Hóla



ÓKEI

OK eða O.K., ýmist með lág- eða hástöfum, er sagt vera þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin um gjörvalla jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið sem heyrðist mælt á tunglinu. Það er ekki lítið afrek!

Í Vesturheimi fæddi OK bráðlega af sér okay og okey, sem og oke um 1930 og eftir það hafa fjölmargar útgáfur bæst við. Til Íslands hefur orðið eflaust borist sem talmál, eins og víðast hvar annars staðar, en ekki er ljóst nákvæmlega hvenær. Á prenti sést það hins vegar fyrst á 4. áratug 20. aldar. Síðar eignaðist það afkvæmi hér — sambandið allt í kei(inu). En hvernig byrjaði þetta allt? Það er spurningin. Í þessari bók eru reifaðar 50 kenningar, sem allar hafa það að markmiði að reyna að svara henni.

Leiðbeinandi verð: 7.780-.

Útgáfuár: 2024

26 hæða trjáhúsið

Komdu í heimsókn til Adda og Tedda í nýstækkaða trjáhúsið þeirra, sem er nú með 13 glænýjum hæðum. Þar má m.a. finna klessubílabraut, hjólabrettaramp, þyngdarleysistank, íshöll með 78 bragðtegundum og Völundarvitið, sem er völundarhús sem enginn hefur nokkru sinni ratað aftur út … alla vega ekki enn. Jæja, eftir hverju ertu að bíða? Komdu upp!

Í þessari bráðfjörugu bók er hugmyndaflugið óendanlegt, eins og í fyrri bókinni um þá félaga, 13 hæða trjáhúsinu. Það eru einmitt bækur eins og þessar tvær sem börn elska að lesa og gleyma sér við og því er það ekkert skrýtið þótt þær hafi náð miklum vinsældum.

Leiðbeinandi verð: 3.380-.

Útgáfuár: 2024

Ævintýri morgunverðarklúbbsins – Ófreskjan í skólanum

Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Körfuboltalið skólans hefur gengið í gegnum mikla taphrinu undanfarið. Þá hefur draugaleg vera sést á sveimi í íþróttasalnum og heyrst hefur að bölvun hvíli á liðinu. Félagar í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins vilja komst að hinu sanna í þessu. Það verður þó ekki auðvelt.  Geta Marcus, Lise, Stacey og Asim afhjúpað leyndardóminn fyrir úrslitaleikinn? Eða mun álagið hugsanlega sundra vinahópnum?

Þessi æsispennandi bók er úr smiðju knattspyrnukappans Marcus Rashford og hefur hún fengið mjög góða dóma hjá lesendunum.

Leiðbeinandi verð: 3.380-.

 

Útgáfuár: 2024

Fyrir afa – nokkrar smásögur

Fyrir afa býður upp á nokkrar smásögur eftir Sigurgeir Jónsson úr Vestmannaeyjum. Þar segir hann okkur af ókurteisum ferðafélaga, drungalegri uppákomu í sendferðabíl, beiðni læknis um sæðisprufu, sem hefði átt að vera auðvelt að sinna, og baráttu upp á líf og dauða við „framliðinn“ samstarfsmann sinn til sjós. Þetta eru meistaralegar smásögur og auðvitað er lokahnykkur þeirra óvæntur, eins og á bestu bæjum um svona ritum.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

 

Útgáfuár: 2024

Drottningin í Dalnum

Þetta er saga Guðrúnar Margrétar Þorsteinsdóttur, tveggja eiginmanna og sona hennar í Vatnsdal, Þorsteins Konráðssonar á Eyjólfsstöðum og Eggerts K. Konráðssonar á Haukagili. Saga Guðrúnar Margrétar er um margt merkileg. Foreldrar hennar urðu að láta hana frá sér vegna fátæktar og ómegðar þegar hún var aðeins þriggja ára. Hún eignaðist þrjú börn og varð ekkja í annað sinn 42 ára. Í kjölfarið tókst hún á við það verkefni að kaupa jörðina Haukagil og þar bjó hún með reisn í 26 ár. Hún var Drottningin í Dalnum.

Samhliða frásögnum af Guðrúnu Margréti er hér að finna lýsingu á sveitasamfélaginu í 140 ár, frá 1800 til 1940, eða þangað til það var að líða undir lok og samfélag þéttbýlis að taka við. Sagt er í meginþáttum frá gamla landbúnaðarsamfélaginu; híbýlum, j-örðum, jarðeigendum, leiguliðum, vinnufólki og ómögum, ásamt lýsingu á helstu efnahagslegu þáttum þjóðfélagsins á þessu tímabili. Í lok bókarinnar er fjallað um samferðarfólk Guðrúnar Margrétar og sona hennar í Vatnsdal árin 1890-1940.

Hér er um að ræða einstakt heimildarrit sem bregður ljósi á hag- og samfélagssögu Íslendinga í tæplega eina og hálfa öld. Fjöldi mynda og korta prýða bókina.

Leiðbeinandi verð: 8.790-.

Útgáfuár: 2024

Stafróf knattspyrnunnar

Hver pantaði pitsu fyrir varamennina? Hver týndist um borð í Herjólfi? Hvaða söngkona hitti ekki markið? Hvað er Rabona? Hver dó á vellinum en var lífgaður við? Hver var þekkt fyrir flikk-flakk innköst? Hver fann HM-styttuna? Hver ældi á völlinn? Já, og hvaða mikli markaskorari kúkaði á sig í landsleik?

Stafróf knattspyrnunnar ætti að höfða til allra sem hafa áhuga á vinsælustu íþróttagrein í heimi, knattspyrnunni. Bókin hentar ákaflega vel til lestrarþjálfunar fyrir þau börn sem farin eru að bjarga sér í lestri en þarfnast frekari æfinga. Einnig ættu hinir eldri að hafa gaman af henni og því er þetta sannkölluð fjölskyldubók.

Leiðbeinandi verð: 6.380-.

Útgáfuár: 2024
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is