Nýjasta útgáfa Hóla



Látra-Björg

Látra-BjörgLátra-Björg (1716-1784), kraftaskáld, sjómaður, flökkukona – goðsögn í lifanda lífi og ráðgáta eftir að hún lést á vergangi í Móðuharðindunum. Samtíðarmenn hennar óttuðust hana. Með kvæðum sínum var hún sögð geta flutt til fjöll, laðað að sér fisk og deytt menn eða fært þeim gæfu.

Í þessari bók eru saman komin öll helstu kvæði Látra-Bjargar og um leið skýringar Helga Jónssonar frá Þverá í Dalsmynni og samantekt hans á æviferli hennar, en Helgi var einhver dularfyllsti rithöfundur Íslandssögunnar.

Í sérstökum viðauka er svo að finna Látrabréfið sem líkur eru á að sé eini varðveitti prósatextinn eftir Látra-Björgu, einhver kynngimagnaðasti orðagaldur sem um getur, sagður hafa fundist á skemmuvegg á Látrum árið 1740.

Leiðbeinandi verð: 5.780-.

Útgáfuár: 2020

Fimmaurabrandarar 2

Fimmaurabandarar 2Getur feitt fólk fylgst grannt með fréttum?

Laddi er – án gríns – ekkert fyndinn.

Ég keypti klósettbursta fyrir viku síðan … en er nú búinn að skipta aftur yfir í klósettpappír.

Ég var á leiðinni í búðina, svo konan bað mig um að setja tómatsósu á innkaupalistann … og nú get ég ekki lesið neitt á honum,.

Hvað kallast lúsmý sem treðst framfyrir? Skjúsmý!

Í hvers konar fötum gengur starfsfólk Sorpu? Í ruslafötum.

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem gleður hvert einasta mannshjarta.

Leiðbeinandi verð: 2.380-.

Útgáfuár: 2020

Málörvun – Að læra málið strik fyrir strik

malorvun_kapa.inddHér er á ferðinni stórskemmtilegt teikniverkefni sem hentar vel inn á öll skólastig og þjálfar orðaforða, hlustun, rökhugsun, nákvæmni og fleira til. Það byggir á því að kennari og nemandi/nemendur teikna saman, kennari þó alltaf á undan. Hver mynd er brotin niður í frumeiningar og kennarinn útskýrir á einfaldan en skýran hátt hlutverk eininganna ásamt því að leita jafnframt eftir rökfræðilegum ályktunum. Segja má að bókin henti til kennslu elstu börnum á leikskóla og þeim yngstu í grunnskóla, auk þess nemendum með ýmis frávik, s.s. einstaklingum með heyrnarskerðingu, þroskahömlun, tal- og málþroskaröskun, einhverfu, ofvirkni, athyglisbrest og/eða einbeitingarskort og tvítyngi. Bókin hefur verið tilraunakennd af grunn- og leikskólakennurum, einnig af þroskaþjálfa, og mælist afar vel fyrir. Umsagnir þeirra er m.a. að finna í bókinni.

Rétt er að taka fram að bókin er gormuð og eykur það notagildi hennar til muna. Hún er í A-4 broti og 220 blaðsíður að lengd.

Leiðbeinandi verð: 8.480-.

Útgáfuár: 2020

140 vísnagátur

140_visnagatur_kapa.inddPáll Jónasson frá Hlíð á Langanesi hefur getið sér gott orð sem vísna-þrauta-smiður og er þetta þriðja bók hans í þannig dúr. Í hverri vísu leynist lausnarorð og það er frábær skemmtun og heilaleikfimi að finna út hvert það er. Þessi bók hentar öllum og alls staðar.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2020

Spurningabókin 2020

kapa_spurn_20.inddHvað ætlar glaðasti hundur í heimi, sem Friðrik Dór syngur um, að gera við beinið sem lífið henti í hann? Hvað eru margir reitir á bingóspjaldi? Hvert er íslenska heitið yfir Halloween? Hvaða náttúrufyrirbrigði er stundum kallað „bláa gullið“? Hvaða dýr er svarta ekkjan?

Þetta og margt fleira til i þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2020

Fótboltaspurningar 2020

kapa_fotboltaspurn_20.inddMeð hvaða liði lék Skotinn Steven Lennon fyrst eftir að hann kom hingað til lands? Frá hvaða liði keypti Manchester United spænska markvörðinn David de Gea? Hver af eftirtöldum frönskum landsliðsmönnum ljá’ði Superman rödd sína í frönsku útgáfunni af Lego Batman: Paul Pogba, Hugo Lloris eða Antoine Griezman? Hvaða leikmaður Bandaríkjanna, sem varð heimsmeistari kvenna 2019, var kosin Knattspyrnukona ársins þetta sama ár af Alþjóðaknattspyrnusambandinu? Hverrar þjóðar er Divock Origi? Hvaða knattspyrnulið leikur heimaleiki sína á Norðurálsvellinum?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem allir knattspyrnuáhugamenn verða að spreyta sig á.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2020

Vestmannaeyjar – af fólki, fuglum og ýmsu fleiru

kapa-prent.inddSagnameistarinn Sigurgeir Jónsson fer hér á kostum eins og oft áður í bókum sínum. Nú fjallar hann um æskuslóðir sínar í byggðinni fyrir ofan hraun í Vestmannaeyjum, búskaparhætti og fólkið sem þar bjó; rifjar upp kynni sín af sérstæðum persónum eins og séra Halldóri Kolbeins, Nýju í Suðurgarði og Munda í Draumbæ. Þau Sigurgeir og Katrín, kona hans, reistu sér reyndar hús í þessari byggð fyrir tveimur áratugum, og hafa frá þeim tíma átt í miklum samskiptum við góða og fiðraða nágranna, einkum tjald og stelk, sem sumir hverjir hafa þó reynt nokkuð á þolinmæði þeirra.

Þá fjallar Sigurgeir um fjóra eftirminnilega félaga sína, þá Bjarnhéðin Elíasson, Sævar í Gröf, Ása í Bæ og Guðmund kantor og segir af þeim sögur. Ýmis sérkenni Vestmannaeyinga á fyrri tíð eru líka tíunduð hér, til dæmis vatnsbúskapurinn í Eyjum áður en vatnsleiðsla var lögð þangað ofan af landi, auk þess sem rifjaðar eru upp minningar frá fyrstu vikum eldgossins 1973.

Sigurgeir segir ennfremur frá nokkrum minnisstæðum atvikum í lífi sínu, svo sem brúðkaupsferðalagi þeirra hjóna og stærðfræðikennslu sem hann á skólaárum sínum í Kennaraskólanum fékk hjá vistmanni á Kleppi. Svo plataði hann mann og annan í gervi ljóðskáldsins Jóns Kára og segir vitaskuld frá því.

Leiftrandi frásagnargáfa Sigurgeirs, hlý kímni hans sem hvarvetna glampar á og meistaralegar lýsingar á fjölda fólks sem við sögu kemur, ásamt næmri innsýn í sálir og hátterni manna og dýra gera lestur þessarar bókar eftirminnilegan og mannbætandi og skiptir þar engu máli hvort lesandinn á rætur að rekja til Vestmannaeyja eða ekki!

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Útgáfuár: 2020

Gljúfrabúar og giljadísir – eyfirskir fossar

fossar_kapa.inddUm árabil hefur áhugaljósmyndarinn Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, heimsótt helstu fossa heimahéraðs síns, Eyjafjarðar, og hér gerir hann þeim skil í máli og myndum. Einn tilgangurinn með bókinni er sá að minna á þau ómetanlegu lífsgæði sem felast í því að eiga stutt að fara út í óspjallaða og ægifagra náttúru. Fegurðin er nærri og aðgengilegri en okkur grunar.

Bókin er í senn á íslensku og ensku.

Leiðbeinandi verð: 6.480-.

Útgáfuár: 2020

Siddi gull – æviminningar Sigmars Ó. Maríussonar gullsmiðs

Siddi gull kápaÍ þessari bók segir Þistilfirðingurinn Sigmar Ó. Maríusson – Siddi gull – fá viðburðaríkri ævi sinni. Ríflega tvítugur að aldri missti hann báða fæturna í bílslysi á Heiðarfjalli á Langanesi og hafði þá ýmislegt dunið á honum áður og átti enn eftir að gera.  En … hann hefur aldrei gefist upp, sama hvað á hefur bjátað, og ávallt horft á björtu hliðarnar, sama hversu dökkt útlitið var í rauninni. Þessu eru öllu gerð skil í frásögn sem spannar allt frá mesta draugagangi á Íslandi, Hvammsundrunum svokölluðu, til hins ofdekraða Samma.

Fjölmargir hafa í gegnum tíðina sótt í félagsskap Sigmars, einkum þegar hann rak verslun sína, Modelskartgripi, við Hverfisgötu. Létt lund hans laðaði að og þar áttu margur, sem telja mátti til utangarðsmanna í þjóðfélaginu, athvarf í dagsins önn. Má þar nefna Hemma túkall, Pétur Hoffmann og listmálarann Stefán Jónsson frá Möðrudal, sjálfan Stórval. Sigmar rekur kynni sín af þessum mönnum, en auk þess er í bókinni fjöldi gamansagna af hinum síðarnefnda. Þá segir af stórtækum skartgripaþjófi, sem fór ránshendi víða í verslunum og var gómaður á undraverðan hátt. Er þá fátt upp talið.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Útgáfuár: 2020

Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS

 

Vegan.frontur.Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS leggur fræðilegan grundvöll að grænkerafræði og kynnir fyrir lesandanum meira en 100 grænkerategundir, þar á meðal rótargrænmeti, baunir og linsur, hnetur og fræ, kryddjurtir og kryddduft – skýrir næringarinnihaldið og hvernig skuli elda þær og bera fram.

Í þessari bók kynnist þú öllu því sem þú þarft að vita um þetta mataræði, t.d.:

-Hvaða fæðutegundir geta komið í stað kjöts og mjólkur.

-Hvernig skipuleggja má skynsamlegar máltíðir.

-Kostum og göllum grænkerafæðis.

-Grunnuppskiftum.

-Næringartöflum.

Annar höfunda bókarinnar, Rose Glover, er næringarþerapisti. Hún leiðbeinir og styður konur með ýmiss konar heilbrigðisvanda og hefur sérstakan áhuga á tengslum hormóna, meltingar, svefns og ónæmiskerfisins annars vegar og grænkerafæðis hins vegar.

Leiðbeinandi verð: 6.280-.

Útgáfuár: 2020
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is