Nýjasta útgáfa Hóla



Bestu barnabrandararnir – brjálað fjör

bb_brjaladfjorHúmor í hæsta gæðaflokki fyrir unga jafnt sem aldna.

Uppseld.

Útgáfuár: 1998

Skagfirsk skemmtiljóð II

skagfirsk_iiHér taka margir Skagfirðingar til máls.  Meðal annars Guðríður Brynjólfsdóttir frá Villinganesi, Magnús á Vöglum, systurnar Guðríður og María Helgadætur, Sigurjón Runólfsson, Birgir Hartmannsson, Hilmir Jóhannesson, Ólafur B. Guðmundsson, Ísleifur Gíslason og Sigurður Hansen.

Uppseld.

Útgáfuár: 1998

Hæstvirtur forseti

haestvirtur_forsetiGamansögur af íslenskum alþingismönnum.  Loksins kom eitthvað af viti frá þeim!!!  Davíð Oddsson, Helgi Seljan, Ólafur Thors, Björn á Löngumýri, Garðar Sigurðsson, Sverrir Hermannsson, Villi á Brekku, Guðni Ágústsson, Össur Skarphéðinsson, feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur, Kristín Ástgeirsdóttir og margir fleiri stíga hér fram í kastljósið og sýna á sér spaugilegu hliðina – viljandi og óviljandi!

Hvaða alþingismaður taldi sauðina?

Uppseld.

Útgáfuár: 1998

Orðsnilld Einars Benediktssonar

ordsnilldFleyg orð úr ljóðum Einars Benediktssonar; snilld skáldsins í hverri línu.

Gunnar Dal valdi.

Uppseld.

Útgáfuár: 1998

BOX

boxÍ þessari sinstöku bók um eina elstu og vinsælust íþróttagrein veraldar stígur hver hnefaleikameistarinn af öðrum fram á sviðið á líflegan og ógleymanlegan hátt.  Nægir þar að nefna: Joe Louis, Rocky Marciano, Muhammad Ali, George Foreman, Larry Holmes, Mike Tyson, Evander Holyfield, Lennox Lewis, Oscar de la Hoya og sjálfan Prinsinn – Naseem Hamed.

Uppseld.

Útgáfuár: 1998

Kappar og kvenskörungar

kapparÞessi bók inniheldur æviþætti fjölmargra fornkappa og kvenskörunga, til dæmis: Ara fróða, Auður djúpúðgu, Egils Skalla-Grímssonar, Eiríks rauða, Gísla Súrssonar, Guðríðar Þorbjarnardóttur, Gunnars á Hlíðarenda, Helgu fögru, Hallgerðar langbrókar, Hrafnkels freysgoða, Ingólfs Arnarsonar, Leifs heppna, Njáls á Bergþórshvoli og Snorra goða Þorgrímssonar.  Auk þess eru í bókinni að finna fleyg orð og ummæli úr Íslendingasögunum.

Uppseld.

Útgáfuár: 1998

HM ’98 handbókin

hm98Hér finnur þú allt um liðin og leikmennina sem unnu sér rétt til þátttöku í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Frakklandi 1998.

Uppseld.

Útgáfuár: 1998

Sú nótt gleymist aldrei

su_nott_gleymist_aldreiTitanic var stærsta skip veraldar, íburðarmikið kraftaverk tæknialdar, búið fullkomnasta öryggisbúnaði sem völ var á.  Engu að síður hlaut Titanic þau örlög, í jómfrúarferð sinni, að sigla á hafísjaka og sökkva nótt eina í apríl 1912.  Um borð voru 2.207 manns en aðeins 20 björgunarbátar.

Í bók þessari er rakin átakanleg saga farþeganna um borð og hvernig hið ógnvænlega sjóslys dró fram það besta og það versta í mönnum.  Sumir gáfu líf sitt öðrum til bjargar, aðrir börðust eins og villidýr til að bjarga sjálfum sér.

Uppseld.

Útgáfuár: 1998

Grýla

grylaGlæsileg bók um vinkonu okkar, Grýlu, strákana hennar, Leppalúða, Lepp og Skrepp, jólaköttinn, margvísleg uppátæki þessara furðuvera og siði þeirra.

Uppseld.

Útgáfuár: 1997

Brynhildur og Tarzan

brynhildur_og_tarzanBrynhildur stendur á tímamótum.  Hún missir móður sína, er skilin frá litla bróður sínum og send í þorpið þar sem móðir hennar fæddist og ólst upp.  Sorgin ætlar að yfirbuga hana.  Hún hefur aldrei fengið að vita neitt um föður sinn, ekki einu sinni hver hann er.  Þorpið býr yfir leyndarmálinu um faðerni hennar, en min það gefa svör?

Uppseld.

Útgáfuár: 1997
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is