Nýjasta útgáfa Hóla



Sjósókn og sjávarfang

sjosokn_og_sjavarfangHér er hrundið úr vör stórvirki í íslenskri útgáfusögu sem er 1. bindið af þremur í Sögu sjávarútvegs á Íslandi. Ekkert hefur skipt Íslendinga eins miklu máli og sjávaraflinn. Hann hefur gefið þjóðinni líf en líka krafist stórra fórna. Vegna hans löðuðust erlendir sjómenn að landinu og stundum urðu mannvíg út af fiskinum við Ísland. Hér rekur Jón Þ. Þór þessa sögu og fjallar um upphaf fiskveiða við Ísland, hina áhættusömu árabátaútgerð og ævintýralega öld seglskipanna.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Tilboðsverð: 2.980-.

Útgáfuár: 2002

Bein úr sjó

bein_ur_sjoÚtgerðarsaga Grýtubakkahrepps er ótrúlegt ævintýri um smáplássið sem um tíma var ein stærsta útgerðarstöð landsins. Á einkar líflegan og skemmtilegan hátt segir Björn þessa sögu sem spannar eina og hálfa öld, frá hákarlaveiðum upp úr 1850 til frystiskipaútgerðar undir lok 20. aldar. Bókin er ríkulega myndskreytt.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Ævintýraheimar

aevintyraheimarÆvintýri frá sex löndum sem heillað hafa börn um allan heim og fært þeim ljúfa drauma. Fallegar myndir hjálpa yngstu lesendunum að skilja ævintýrin um Mjallhvíti, Þyrnirós og fleiri sem hér er að finna í einstaklega fallegri bók.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Mamma Mö rennir sér á sleða

Mmamma_mo_rennir_ser_a_sledaamma Mö hefur farið sigurför um Norðurlönd og nú kemur hún til Íslands og hefur heillað börn og fullorðna og var þegar valin bók mánaðarins á bókmenntavef Borgarbókasafnsins. Kýrin Mamma Mö er engri lík og myndir Sven Nordqvist eru vafalítið með þeim skemmtilegri sem birst hafa í barnabók til þessa.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Hugtakarolla fyrir 10. bekk

hugtakarollaSkýringar á yfir 100 hugtökum í bragfræði og bókmenntum.  Nauðsynleg bók fyrir nemendur í eldri bekkjum grunnskólans og framhaldsskólum.

Leiðbeinandi verð: 990-.

Uppseld

Útgáfuár: 2001

Gullvör 3

gull_iii

Málfræði fyrir 10. bekk grunnskóla.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld

Útgáfuár: 2001

Gullvör 2

gull_iiMálfræði fyrir 9. bekk grunnskóla.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld

Útgáfuár: 2001

Gullvör 1

gull_iMálfræði fyrir 8. bekk grunnskóla.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld

Útgáfuár: 2001

Með lífið í lúkunum

med_lifid_i_lukunumÓlafur Ólafsson, landlæknir þjóðarinnar, fær kveðju í Óskalögum sjúklinga, Pétri Péturssyni verður orðfall, Ólafur Halldórsson vill frið í viðtalstímum, Guðmundur Hannesson og Guðmundur Björnsson tala í kapp við Guðmund Karl og Úlfar Þórðarson bregður á leik.  Lýður Árnason lætur gamminn geisa, Einar Ástráðsson gefst ekki upp og Bjarni Rafnar lætur sig dreyma.  Eru þá einungis örfáir nefndir af hetjum hvíta sloppsins sem hér koma við sögu.

Uppseld.

Útgáfuár: 2001

Bestu barnabrandararnir – algjört æði

bb_algjortaediGrín og gaman út í gegn, einstakt meðal gegn leiðindum og fúllyndi.

Uppseld.

Útgáfuár: 2001
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is