
Nýjasta útgáfa Hóla
Brandarakarlarnir
Hljóðbók (geisladiskur) með bröndurum fyrir alla fjölskylduna!
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2007
Náttúruskoðarinn III: Úr steinaríkinu
Í þessari þriðju og síðustu bók í bókaflokknum Náttúruskoðarinn er fjallað um víðfeðmasta og viðamesta ríki náttúrunnar, steinaríkið (hinar bækurnar í bókaflokknum heita Úr dýraríkinu og Úr jurtaríkinu). Ekki er um að ræða kennslubók um steina, heldur auðlesinn texta og vangaveltur um ýmsa stóra og smáa þætti úr steinaríkinu svo sem veður, hús, vélar, raforku, álver, kot, hraun og Tröllaskaga. Einnig eru í bókinni teikningar og ljóð tengd hverju viðfangsefni og í sumum tilvikum líka töflur og kort.
Leiðbeinandi verð: 2.280-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2007
Gullvör – kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar við Gullvararbækurnar I-III eftir Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Einungis fáanlegt á tölvutæku formi.
Leiðbeinandi verð: 5.900-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2006
Stelpan frá Stokkseyri
Hér gerir Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Suðurlands, upp ævi sína. Hún dregur upp ljóslifandi myndir af litríkum bernskuárum á Stokkseyri og segir frá óbilandi stjórnmálaáhuga sínum, sem varð til þess að hún, sem einhverjir vildu meina að væri bara ómenntuð frystihússtelpa, gegndi stöðu oddvita í sínu sveitarfélagi um árabil og tók síðan sæti á Alþingi Íslendinga. Hún varð síðar fyrsta konan á Íslandi til þess að leiða einn af gömlu fjórflokkunum, Alþýðubandalagið, og hún lék lykilhlutverk í stofnun Samfylkingarinnar. En lífið gengur sjaldnast alveg smurt fyrir sig. Margrét var um tvítugt þegar hún komst að sannleikanum um faðerni sitt, hún gekk síðar í gegnum erfiðan skilnað og hún fékk að kenna á kvenfyrirlitningunni í strákaheimi stjórnmálanna. Fyrir fáeinum árum greindist hún svo með krabbamein, en var staðráðin í því frá upphafi að sigrast á veikindunum.
Leiðbeinandi verð: 4.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2006Norðfjarðarsaga I
Norðfjarðarsaga I spannar það frá upphafi byggðar í firðinum og fram til 1895. Greint er frá landsháttum, atvinnuháttum, verslunarmálum, félagsmálum og málefnum kirkjunnar, auk þróunar byggðar og upphafi þéttbýlismyndunar á Nesi. Fjölmargar myndir og kort prýða bókina.
Leiðbeinandi verð: 7.900-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2006
Fimmtíu sumur í Hrafnkelsdal
Þessi bók er gefin út til minningar um hjónin Aðalstein Jónsson og Ingibjörgu Jónsdóttur en þau bjuggu á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal frá vori 1922 til hausts 1971. Í bókinni, sem er 357 blaðsíður að stærð, eru margvíslegir textar, bæði frumsamdir og endurbirtir. Rakin er byggðasaga Vaðbrekku og birtir allmargir textar frá fyrri tíð. Þá er rakin búskaparsaga Aðalsteins og Ingibjargar. Birtir eru ýmsir textar eftir Aðalstein; frásagnaþættir, blaða- og tímaritsgreinar auk einnar fræðigreinar, og eftir Ingibjörgu birtist einn frásöguþáttur.
Leiðbeinandi verð: 5.900-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2006Leitin að landinu góða
Jón Jónsson hét maður og var fæddur á Mýri í Bárðardal 1851. Kona hans var Kristjana Jónsdóttir frá Leifsstöðum í Kaupangsveit. Jón og Kristjana bjuggu á Mýri í Bárðardal frá árinu 1879 og eignuðust 11 börn sem upp komust. Vorið 1900 lést Kristjana í taugaveikifaraldri sem þá gekk í Bárðardal. Yngsta barnið var þá aðeins ársgamalt. Upp úr því, árið 1903, flutti Jón vestur til Kanada með öll börn sín nema elstu dótturina Aðalbjörgu, sem tók við búi hans á Mýri. Maður hennar var Jón Karlsson frá Stóruvöllum í Bárðardal. Jón gerðist fyrst landnemi í suðvestur \Manitoba, en tók sig enn upp vorið 1906 og fluttist vestur til Vatnabyggða í Saskathchewan. Þar voru hans heimkynni til dauðadags árið 1935.
Öll ár sín vestanhafs skrifaði Jón reglulega heim til Íslands, mest til dóttur sinnar og tengdasonar á Mýri, og er bréfasafn hans óhemjumikið að vöxtum. Þar segir hann fréttir af fólkinu í Vesturheimi og hefur uppi hugleiðingar um hvað kæmi Íslandi best, einkum íslenskum bændum. Hann var áfram um að kenna mönnum nýja tækni, en samtímis hafði hann þungar áhyggjur af pólitísku ástandi í heiminum. Bréf hans eru uppistaða þessarar bókar og eru þau magnaður vitnisburður um íslenska alþýðumenningu og íslenska alþjóðahyggju.
Uppseld.
Útgáfuár: 2006Fall Berlínar 1945
Fall Berlínar 1945 er einstök bók um hrikaleg lok síðari heimsstyrjaldarinnar og örlög þúsund ára ríkis Hitlers. Antony Beevor, einn þekktasti sagnfræðingur okkar tíma, lýsir hér af nærfærni og list gangi innrásarinnar í Þýskaland úr austri og þeim mannlegu örlögum og hörmungum sem hún hafði í för með sér.
Uppseld.
Útgáfuár: 2006