Nýjasta útgáfa Hóla



Töfrum líkast

tofrumBaldur Brjánsson er vafalítið fremsti töframaður Íslands, fyrr og síðar.  Hann hefur borðað rakvélablöð, opnað lás með augnaráðinu og skorið upp menn með berum höndum, svo eitthvað sé nefnt.  En saga hans er miklu meira en töfrabrögð út í gegn.  Það sannfærast þeir um sem lesa þessa bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2008

Ég hef nú sjaldan verið algild

eg_hef_nu_sjaldan

Hér er rakin saga Önnu Mörtu Guðmundsdóttur; konu sem sjaldan hefur farið troðnar slóðir.  Þrátt fyrir að hafa alla sína ævi búið á Hesteyri, afskekktum bæ í hinum austfirska Mjóafirði, hefur hún visku til að bera sem fáum er gefin og er víðsýnni en margur langskólagenginn aristókratinn.

Hingað til hefur verið dregin upp ákveðin mynd af Önnu og einblínt á það sem greinir hana frá öðru fólki.  En er það raunsönn mynd?

Hver er Anna á Hesteyri í raun og veru?  Hvernig var æska hennar og uppeldi? Hvaða hetjudáð drýgði hún? Hvers vegna ákvað hún að taka inn útigangsmenn á heimili sitt? Og hvernig brást hún við þegar landsþekktur glæpamaður heimsótti hana um nótt og náði tökum á sveðjunni? Hvernig lék hún á dýralækninn? Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu.

Þetta er einstök saga; hrífandi, bráðskemmtileg og spennandi – sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja.

Uppseld.

Útgáfuár: 2008

Stebbi Run – annasamir dagar og ögurstundir

stebbi_run

Vestmannaeyingurinn Stefán Runólfsson er hafsjór af fróðleik um menn og málefni og sögumaður góður.  Hér segir hann frá sinni viðburðaríku ævi og talar tæpitungulaust að vanda.

Stefán var einn af þeim sem stóðu í stafni á mesta framfaraskeiði íslensku þjóðarinnar.  Hann helgaði íslenskum sjávarútvegi krafta sína og kom þar nærri mörgum málum.  Þá starfaði hann mikið að félagsmálum, bæði á vettvangi sjávarútvegsins og í íþrótta- og æskulýðsmálum og var meðal annars formaður ÍBV um árabil.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2008

Íslenskar gamansögur 2

isl_gamansogur_2
Eins og nafn þessarar bókar ber með sér þá eru hér á ferðinni gamansögur og það bráðskemmtilegar.  Margir koma þar við sögu; orðsnilldin er vopn sumra, aðrir mismæla sig og einhverjir lenda í neyðarlegum aðstæðum.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2008

Þriðja Davíðsbók

thridja_davids

Í þessari þriðju ljóðabók sinni dregur Davíð Hjálmar Haraldsson upp annars konar myndir en í fyrri bókum sínum.  Form sonnettunnar lætur honum afar vel, ljóðin yrkir hann af alvöru og þar er merkingin á dýpt og hæð.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Höfundur: Davíð Hjálmar Haraldsson

Fullt verð: 1780 kr. með vsk.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2008

Spenna, 1. árg, 2. tbl

spenna_02

Magnað tímarit með spennusögum.

Leiðbeinandi verð: 890-.

Uppseld.

 

 

Útgáfuár: 2008

Spurningabókin 2008

sp2008

Undir hvaða heiti er hljóðfærið slagharpa betur þekkt? Hvað heitir gjaldmiðillinn í Japan? Hversu marga maga hafa krossfiskar? Hvar halda menn upp Fiskidaginn mikla?

Spurningabókin 2008 er bráðskemmtileg og hentar jafnt í einrúmi sem fjölmenni.

Uppseld.

Útgáfuár: 2008

Bestu barnabrandararnir – toppurinn á tilverunni

bb_ttBestu barnabrandararnir eru alltaf fyndnir og koma öllum í gott skap.

Uppseld.

Útgáfuár: 2008

Gullastokkur gamlingjans

gullastokkur

Lauslegar myndir barns af öllum þeim fjölda vinnumanna-  og kvenna sem dvöldu í Mjóafirði í lengri eða skemmri tíma á fyrri hluta síðustu aldar – og eru margar þeirra æði broslegar.

Þetta er enn ein bókin úr smiðju Vilhjálms Hjálmarssonar frá Brekku og vafalítið hafa margir gaman af.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2008

Meðan hjartað slær

medan_hjartad_slaerLífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar hárskera fær menn til að staldra við og meta lífsgildin upp á nýtt.  Stór hluti þjóðarinnar fylgdist með hetjulegri baráttu dóttur hans, Ástu Lovísu, við ólæknandi krabbamein veturinn og vorið 2006/2007.  Þetta eru þó ekki eina áföllið í lífi hans, en þrátt fyrir að hafa orðið fyrir fleiri áföllum á lífsleiðinni en almennt gerist þá býr hann engu að síður yfir fádæma lífsgle.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2008
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is