Nýjasta útgáfa Hóla
Skagfirskar skemmtisögur 2 – Meira fjör!
Skagfirskar skemmtisögur fóru á metsölulista bókaverslana fyrir síðustu jól og fengu ekki aðeins frábærar viðtökur í Skagafirði heldur um land allt. Skemmtisögurnar er víða að finna í Skagafirði og nú koma yfir 200 til viðbótar sem Björn Jóhann Björnsson, Skagfirðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu, tók saman öðru sinni.
Hér er húmoristum frá Hofsósi og nærsveitum gerð mjög góð skil, sem og Króksurum, Lýtingum og Blöndhlíðingum, auk fleiri sagna af klerkum í Skagafirði. Nýjum og stórskemmtilegum persónum bregður fyrir, lifandi sem gengnum, eins og Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur, fv. prestsfrú á Miklabæ og móður Péturs Jóhanns Sigfússonar grínista. Einnig koma aftur við sögu kunnir kappar á borð við Álftagerðisbræður, séra Hjálmar Jónsson, Gísla Einarsson sjónvarpsmann, Guttorm Óskarsson framsóknarmann, Friðrik bónda á Svaðastöðum og Hvata á Stöðinni.
Í bókinni eru meðal annars sögur af því þegar…
… lundalúsin í Drangey skreið upp fótleggi Karls biskups.
… Óskar frá Álftagerði borgaði kennaranum mismuninn á bókfærsluprófinu.
… Gísli Einarsson mætti alblóðugur á kaupfélagsfund á Króknum.
… húsmóðir á Króknum bannaði Gísla Halldórssyni leikara að syngja Hamraborgina.
… Guttormur árið 1973 sá Ólaf Ragnar Grímsson fyrir sér sem framtíðarmann í stjórnmálum.
… Pétur Jóhann bað móður sína að kyssa sig í miðri messu í Miklabæjarkirkju.
… afi og alnafni Jónasar ritstjóra vildi láta Skagfirðinga hafa hægðir minnst þrisvar á dag.
… skipverjar á Drangeynni flugu til Grímseyjar eftir blandinu.
… danski apótekarinn Ole Bang var beðinn að skila handritunum heim.
… Kristmundur á Sjávarborg fagnaði of snemma andláti Enid Blyton.
… Erling Örn kaupmaður fór í kvöldskóla og vildi bæta þýðingar Helga Hálfdánar á Shakespeare.
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Útgáfuár: 2012Skórnir sem breyttu heiminum
Þetta er skvísubókin í ár. Hvaða skór henta vel á ströndinni? Af hverju heita loðnu stígvélin Ugg? Hvernig tengist lögreglumaður í London upphafi strigaskónna? Hvaða skór hafa í gegnum tíðina verið tengdir við hippa og grænmetisætur? Hver er konungur pinnahælanna? Hvernig á að velja hælinn? Af hverju ætti ekki að máta skó fyrr en í lok dags?
Höfundur bókarinnar, Hanna Guðný Ottósdóttir, kennari, ballernína og spinninþjálfari, er skófrík frá blautu barnsbeini og leyfir hér öðrum að líta yfir og lesa um það besta og flottasta á þessum vettvangi.
Leiðbeinandi verð: 4.780-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012Spurningabókin 2012
Hvaða dag þykir við hæfi að skrökva? Af hverju borðuðu risaeðlur ekki gras? Hvernig er fyrsta ljóðlínan í laginu Kletturinn eftir Mugison? Hver er þriðja reikisstjarnan frá sólu? Hvað heitir froskurinn í Prúðuleikurunum? Hvaða hljóðfæri er meðal annars auglýst með þeim orðum að enginn vilji fá það lánað? Hverrar þjóðar er knattspyrnuundrið Lionel Messi leikmaður Barcelona?
Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju einasta heimili.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012Bestu barnabrandararnir-alveg milljón
Bestu barnabrandararnir klikka ekki frekar en fyrri daginn. Þessi bókaflokkur nýtur alltaf mikilla vinsælda og ekki síður hjá hinum eldri en yngri. Og þessi bók gefur hinum fyrri ekkert eftir. Hún ætti að vera til á nánast hverju einasta heimili – já, líka hjá þeim fúlu, enda gætu brandararnir komið þeim í gott skap.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012Vísnagátur
Í þessari bók eru 120 vísnagátur. Í hverri gátu er sama lausnarorðið í öllum línum en með fjórum mismunandi merkingum, þó í örfáum tilfellum þremur eða fimm. Tökum örlétt dæmi:
Stjörnumerki á himni há,
heiti líka manni á,
heyið flytur heim í tótt,
í honum barnið sefur rótt.
Hér er lausnarorðið vagn, Karlsvagn, sérnafnið Vagn, heyvagn og barnavagn.
Gáturnar eru í þessum dúr – skemmtileg heilaleikfimi fyrir alla fjölskylduna og auk þess fræðandi um íslenskt mál.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Útgáfuár: 2012KenKen-talnaþrautir 1 og 2
KenKen-talnaþrautirnar voru fundnar upp af japanska stærðfræðikennaranum Tetsuya Miyamoto. Þrautirnar eru miserfiðar, sumar laufléttar, aðrar býsna strembnar. KenKen-talnaþrautirnar hafa náð miklum vinsældum um allan heim og henta jafnt ungum sem gömlum. Í bók nr. 1 eru léttari þrautir, en verða þó nokkuð erfiðar þegar aftar í bókina kemur, en í þeirri nr. 2 eru þær býsna erfiðar. Hvor bók um sig inniheldur 100 þrautir.
Leiðbeinandi verð hvorrar bókar er. 1.980-.
Útgáfuár: 2012Glettur og gamanmál
Vilhjálmur Hjálmarsson, Villi á Brekku, er bæði góður sögumaður og mikill húmoristi. Í þessari bók fer hann á kostum eins og svo oft áður og segir gamansögur af sér og samferðafólki sínu og stíga hér margir fram á sviðið, jafnt stjórnmálamenn sem aðrir. Hér kemur ein saga úr bókinni:
Það átti að vígja nýtt skólahús í Vík í Mýrdal kl. 14:00 á laugardegi auðvitað. Við Ágúst bílstjóri tókum daginn snemma. Ég hafði krotað niður kvöldið áður það sem ég ætlaði að segja. Við vorum komnir austur um hádegi og settumst inn á Víkurskála að fá okkur hressingu. En brátt er ég kvaddur í síma.
Í símanum er Jón Einarsson skólastjóri. Hann kvaðst hafa heyrt að ég væri kominn í plássið. Segist vera að vinna í nýja húsinu og spyr hvort ég hafi ekki gaman af að líta inn. Jú, ég játa því. Svo þurfi ég nú að fara heim með honum og snyrta mig fyrir vígsluna.
Jón svaraði og heldur seint að nógur tími væri að tala um það – hún væri áformuð eftir hálfan mánuð!
Mér brá hroðalega og þótti þetta flan mitt hið versta mál. Á leiðinni fram í matsal kom ég þó auga á ljósan punkt í stöðunni – verri hefði hún getað orðið! Margrét kona mín hafði neitað að koma með. Það var skárra! Ég spurði Ágúst hvort hann hefði nokkurn tíma farið með forvera mína, Gylfa Þ. og Magnús Torfa, fyrir boðaðan tíma. Hann hugsaði sig um og svaraði: „Ekki svona langt.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012Lán í óláni
Hér slær Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri, á léttu nóturnar og útkoman er vægast sagt bráðfyndin. Vísurnar eru gjarnan tengdar atburðum og umræðuefnum í samfélaginu og þá bent á spaugilegan flöt málanna til að gera tilveruna agnarlítið skemmtilegri.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012Pétrísk-íslensk orðabók – með alfræðiívafi
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins og æskulýðsfulltrúi á Grund, hefur um árabil samið og safnað saman skrýtnum og skemmtilegum orðum til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað ætli þessi orð merki hjá séra Pétri: Afbökun? Bakflæði? Einvígi? Landafundir? Óefni? Þú færð svörin við þessu í Pétrísk-íslensku orðabókinni sem að sjálfsögðu er með alfræðiívafi.
Leiðbeinandi verð: 2.280-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012Úr hugarheimi – í gamni og alvöru
Í þessari bók er að finna safn hugleiðinga Bjarna E. Guðleifssonar, náttúrufræðings og göngugarpa á Möðruvöllum í Hörgárdal, um margvísleg efni svo sem tímann, frelsið, meðalmennskuna, fegurð, erfðir, menningu og girðingar. Sumar þeirra eru alvarlegar, aðrar í léttari kantinum og vafalítið finnur margur þarna eitthvað við sitt hæfi. Ritið er jafnframt afmælisrit Bjarna, en hann varð sjötugur í sumar.
Leiðbeinandi verð: 3.890-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012