Nýjasta útgáfa Hóla



Skriðdæla

skriðdæla-fors-skjaÍ þessari glæsilegu og fróðlegu bók kennir margra grasa um Skriðdal og ábúendur þar í gegnum tíðina.  Má þar nefna sveitarlýsingu, örnefni, ábúendatal, veðurfarsyfirlit og sögur af mönnum og málefnum.  Hægt er að fylgja þróun verslunar, samgangna og þjónustu við Skriðdælinga fyrr á tímum ásamt breytingum á sveitasamfélaginu.

Þessa bók lætur enginn áhugamaður um þjóðlegan fróðleik fram hjá sér fara og heldur ekki þeir sem tengjast Skriðdal á einn eða annan máta.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2013

Fyrirmyndir-stutt sjálfsævisaga Bjarna E. Guðleifssonar

fyrirmyndir_forsidaÞetta er vafalítið óvenjulegasta ævisagan sem um getur.  Höfundurinn Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur á Möðruvöllum í Hörgárdal, setur sjálfan sig ekki í öndvegi heldur fjallar hann um þá einstaklinga sem hann hefur mætt á lífsleiðinni og hafa gert hann að þeim manni sem hann er.

Leiðbeinandi verð: 1.500-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2013

Eigi víkja

Eigi víkja_kápa

Í þessu riti, Jóns Sigurðssonar fyrrum rektors Samvinnuháskólans á Bifröst og ráðherra, er fjallað um mörg viðfangsefni. Meðal annars: Hverjar eru forsendur íslenskrar þjóðvitundar og þjóðerniskenndar? Hvenær litu Íslendingar fyrst á sjálfa sig sem þjóð? Hvernig myndast þjóðir í Evrópu? Hvað eru þjóð og þjóðerni? Hver var þjóðmálastefna og verkefnaskrá Jóns forseta? Hver er hlutur Johanns Gottfried von Herder í sögu Íslendinga? Hverju máli skiptir Nikolaj Frederik Severin Grundtvig í sögu Íslendinga? Hvert var hlutverk Þórhalls Bjarnarsonar í sögu Íslendinga? Hvernig má skilgreina íslenskt þjóðerni? Hvernig má skilgreina þjóðhyggju og þjóðernisstefnu? Er þjóðmálastefna falin í kvæðinu um Dísu í dalakofanum? Og:  Hverjar eru samfélagsforsendur Bjarts í Sumarhúsum?

Enginn áhugamaður um sögu Íslands og Íslendinga lætur þessa bók framhjá sér.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2013

Undir hraun

Undir hraun kápa

Í ár eru 40 ár liðin frá gosinu í Heimaey og er þessi frásögn lítið innlegg í minningasjóð þeirra atburða sem Eyjamenn upplifðu í þessum stórkostlegu náttúruhamförum.  Í bókinni er dregin upp raunsæ og mannleg mynd af gosinu í máli og myndum.  Um er að ræða endurminningar Sigurðar Guðmundssonar eða Sigga á Háeyri eins og hann er oftast kallaður en hann upplifði það ásamt fjölskyldu sinni að missa heimili sitt í gosinu eins og svo fjölmargir aðrir Eyjamenn.

Vestmannaeyjar voru kyrrlát eyja þar sem allt gekk sinn vanagang og lífið gekk meðal annars út á að stofna fjölskyldu og koma yfir sig þaki.  Á einni nóttu, nánar tiltekið 23. janúar 1973, breyttist allt.  Bókin segir frá gosnóttinni, flóttanum til meginlandsins og því risavaxna björgunarstarfi sem átti sér stað.  Lesandinn fær einstaka innsýn í lífið í Eyjum, hvernig fólk sýndi ótrúleg viðbrögð, stillingu og æðruleysi við afar sérstæðar aðstæður á miklum umbrota- og óvissutímum.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2013

Snæblóm

Snæblóm Smásagnasafn það sem hér birtist á bók var nær fullbúið til útgáfu þegar Guðmundur L. Friðfinnsson lést, síðla árs 2004. Hið knappa smásöguform lætur höfundinum prýðilega og skilar vel vinsælum höfundareinkennum hans. Hann er næmur á blæbrigði lífsins í öllum þess fjölbreytileika. Mannlýsingar eru eftirminnilegar, atburðir og átök og víða bregður fyrir léttri kímni en alvaran er gjarnan djúp undir niðri.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012

Návígi á norðurslóðum – Íshafsskipalestirnar og ófriðurinn 1942-1945

Návígi.kápa

 

Adolf Hitler leit svo á að norðurslóðir væru örlagasvæði seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann óttaðist innrás í Noreg frá Íslandi. Stórveldin léku flókna refskák þar sem saman fóru njósnir, blekkingar og blóðugur hernaður. Litlu munaði að Churchill, Roosevelt og Stalín hittust til fyrsta leiðtogafundar síns í Hvalfirði. Miklir skipalestaflutningar fóru sem fyrr um hafsvæðin við Ísland. Rauði herinn fékk það sem til þurfti svo sigra mætti heri nasista. Austur-Evrópa féll í hendur Stalíns og félaga hans. Sovétríkin héldu velli.

Siglingum Íshafsskipalestanna fylgdu hatrammar orrustur Bandamanna við herskip og kafbáta Þjóðverja auk árása á Noreg. Stærstu herskipum Þjóðverja var að lokum eytt í einum mestu flotaaðgerðum sögunnar. Þjóðverjar brenndu niður byggðir Norður-Noregs og hröktu íbúana brott.

Lega Íslands skipti höfuðmáli í þessum ofsafengnu átökum þar sem allt var lagt undir í baráttu um flutningaleiðir og aðgengi að auðlindum. Valdahlutföll á norðurslóðum gerbreyttust. Kalda stríðið hófst.

Bókin er sjálfstætt framhald Dauðans í Dumbshafi (2011). Sú bók hlaut mjög góðar viðtökur lesenda og einróma lof gagnrýnenda. Návígi á norðurslóðum er sneisafull af upplýsingum um ótrúlega atburði sem gerðust í næsta nágrenni Íslands á mestu örlagatímum í sögu mannkyns en hafa ekki komið fram á íslensku fyrr en nú.

Með þessari bók lýkur höfundur ritun sinni á sögu norðurslóðastríðsins á árum seinni heimsstyrjaldar. Báðar bækurnar varpa nýjum skilningi á sögu seinni heimsstyrjaldar. Þær eru  ómissandi öllu áhugafólki um sagnfræði, stjórnmál og æsispennandi viðburði.

Brot úr bókinni má sjá hér að neðan.

[issuu width=530 height=350 embedBackground=%23940f0f shareMenuEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=121106001941-1d1623641e9447a19a688b1d0bbaefb3 name=navigi-issuu username=magnusthor tag=arctic unit=px v=2]

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012

Skagfirskar skemmtisögur 2 – Meira fjör!

skagfirskar2 kapa-higres

Skagfirskar skemmtisögur fóru á metsölulista bókaverslana fyrir síðustu jól og fengu ekki aðeins frábærar viðtökur í Skagafirði heldur um land allt. Skemmtisögurnar er víða að finna í Skagafirði og nú koma yfir 200 til viðbótar sem Björn Jóhann Björnsson, Skagfirðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu, tók saman öðru sinni.

Hér er húmoristum frá Hofsósi og nærsveitum gerð mjög góð skil, sem og Króksurum, Lýtingum og Blöndhlíðingum, auk fleiri sagna af klerkum í Skagafirði. Nýjum og stórskemmtilegum persónum bregður fyrir, lifandi sem gengnum, eins og Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur, fv. prestsfrú á Miklabæ og móður Péturs Jóhanns Sigfússonar grínista. Einnig koma aftur við sögu kunnir kappar á borð við Álftagerðisbræður, séra Hjálmar Jónsson, Gísla Einarsson sjónvarpsmann, Guttorm Óskarsson framsóknarmann, Friðrik bónda á Svaðastöðum og Hvata á Stöðinni.

Í bókinni eru meðal annars sögur af því þegar…

… lundalúsin í Drangey skreið upp fótleggi Karls biskups.

… Óskar frá Álftagerði borgaði kennaranum mismuninn á bókfærsluprófinu.

… Gísli Einarsson mætti alblóðugur á kaupfélagsfund á Króknum.

… húsmóðir á Króknum bannaði Gísla Halldórssyni leikara að syngja Hamraborgina.

… Guttormur árið 1973 sá Ólaf Ragnar Grímsson fyrir sér sem framtíðarmann í stjórnmálum.

… Pétur Jóhann bað móður sína að kyssa sig í miðri messu í Miklabæjarkirkju.

… afi og alnafni Jónasar ritstjóra vildi láta Skagfirðinga hafa hægðir minnst þrisvar á dag.

… skipverjar á Drangeynni flugu til Grímseyjar eftir blandinu.

… danski apótekarinn Ole Bang var beðinn að skila handritunum heim.

… Kristmundur á Sjávarborg fagnaði of snemma andláti Enid Blyton.

… Erling Örn kaupmaður fór í kvöldskóla og vildi bæta þýðingar Helga Hálfdánar á Shakespeare.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2012

Skórnir sem breyttu heiminum

skobokin.kapa

Þetta er skvísubókin í ár. Hvaða skór henta vel á ströndinni? Af hverju heita loðnu stígvélin Ugg? Hvernig tengist lögreglumaður í London upphafi strigaskónna? Hvaða skór hafa í gegnum tíðina verið tengdir við hippa og grænmetisætur?  Hver er konungur pinnahælanna?  Hvernig á að velja hælinn? Af hverju ætti ekki að máta skó fyrr en í lok dags?

Höfundur bókarinnar, Hanna Guðný Ottósdóttir, kennari, ballernína og spinninþjálfari, er skófrík frá blautu barnsbeini og leyfir hér öðrum að líta yfir og lesa um það besta og flottasta á þessum vettvangi.

Leiðbeinandi verð: 4.780-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012

Spurningabókin 2012

spurn.2012

Hvaða dag þykir við hæfi að skrökva? Af hverju borðuðu risaeðlur ekki gras? Hvernig er fyrsta ljóðlínan í laginu Kletturinn eftir Mugison? Hver er þriðja reikisstjarnan frá sólu? Hvað heitir froskurinn í Prúðuleikurunum? Hvaða hljóðfæri er meðal annars auglýst með þeim orðum að enginn vilji fá það lánað? Hverrar þjóðar er knattspyrnuundrið Lionel Messi leikmaður Barcelona?

Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju einasta heimili.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012

Bestu barnabrandararnir-alveg milljón

bestu barnabr. 2012

Bestu barnabrandararnir klikka ekki frekar en fyrri daginn.  Þessi bókaflokkur nýtur alltaf mikilla vinsælda og ekki síður hjá hinum eldri en yngri.  Og þessi bók gefur hinum fyrri ekkert eftir.  Hún ætti að vera til á nánast hverju einasta heimili – já, líka hjá þeim fúlu, enda gætu brandararnir komið þeim í gott skap.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is