Nýjasta útgáfa Hóla
Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur
Söngkonan vinsæla, Helena Eyjólfsdóttir, segir hér frá lífi sínu í gleði og sorg; lífinu í Reykjavík á uppvaxtarárunum, föðurmissi, dvöl á Silungapolli, fjölskyldulíifinu og glímu eiginmanns hennar, Finns Eydal, við lyfjafíkn og síðar krabbamein og nýrnabilun. En rauði þráðurinn er dægurlagasöngurinn þar sem Helena var hvað þekktust fyrir söng í Hljómsveit Ingimars Eydal. Sautján ára gamalli var henni boðið að syngja í Bandaríkjunum, Skandinavíu og á meginlandi Evrópu. En hún kaus að hafna frægð og fram í útlöndum og skemmta Íslendingum. Það hefur hún nú gert í um sextíu ár.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Útgáfuár: 2013Bestu barnabrandararnir-skothelt stuð
Þetta er átjánda bókin í þessum geysivinsæla bókaflokki. Brjálæðislega fyndnar sögur sem koma öllum i gott skap, jafnt ungum sem öldnum og ættu að vera til alls staðar.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Spurningabókin 2013
Í hvaða landi fæddist handboltakappinn Alexander Petersson?
Hvaða kuldalega nafn ber kvikmynd Reynis Lyngdals sem frumsýnd var í september 2012?
Hvar stóð Vilborg Arna Gissurardóttir að kvöldi 17. janúar 2013 eftir 60 daga ferðalag?
Hver af strumpunum eyðir tíma sínum aðallega í það að sofa?
Hvað eru mörg núll í einum milljarði?
Þessar spurningar og margar fleiri í þessari frábæru bók sem hægt er að nýta sér í skólanum, heima, á ferðalagi og raunar hvar sem er.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Manchester United – spurningabók
Hvað veistu um Rauðu djöflana? Bráðskemmtileg spurningabók um frægasta félagslið veraldar, Manchester United.
Frá hvaða liði keypti Manchester United David de Gea?
Hvert er kunnuglegra nafn á leikmanninum Luis Carlos Almeida da Cunha sem gekk í raðir Manchester United árið 2007?
Wayne Rooney er númer 10, en hvert var fyrsta númerið hans hjá Manchester United?
Hverrar þjóðar er Ryan Giggs?
Keppnistímabilið 2012-13 fór Manchester United nokkuð létt með Norwich á Old Trafford og sigraði það 4-0. Wayne Rooney skoraði fjórða og síðasta markið, en hver skoraði hin þrjú?
Þetta og margt fleira í þessari einstöku spurningabók.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Skriðdæla
Í þessari glæsilegu og fróðlegu bók kennir margra grasa um Skriðdal og ábúendur þar í gegnum tíðina. Má þar nefna sveitarlýsingu, örnefni, ábúendatal, veðurfarsyfirlit og sögur af mönnum og málefnum. Hægt er að fylgja þróun verslunar, samgangna og þjónustu við Skriðdælinga fyrr á tímum ásamt breytingum á sveitasamfélaginu.
Þessa bók lætur enginn áhugamaður um þjóðlegan fróðleik fram hjá sér fara og heldur ekki þeir sem tengjast Skriðdal á einn eða annan máta.
Leiðbeinandi verð: 7.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Fyrirmyndir-stutt sjálfsævisaga Bjarna E. Guðleifssonar
Þetta er vafalítið óvenjulegasta ævisagan sem um getur. Höfundurinn Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur á Möðruvöllum í Hörgárdal, setur sjálfan sig ekki í öndvegi heldur fjallar hann um þá einstaklinga sem hann hefur mætt á lífsleiðinni og hafa gert hann að þeim manni sem hann er.
Leiðbeinandi verð: 1.500-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Eigi víkja
Í þessu riti, Jóns Sigurðssonar fyrrum rektors Samvinnuháskólans á Bifröst og ráðherra, er fjallað um mörg viðfangsefni. Meðal annars: Hverjar eru forsendur íslenskrar þjóðvitundar og þjóðerniskenndar? Hvenær litu Íslendingar fyrst á sjálfa sig sem þjóð? Hvernig myndast þjóðir í Evrópu? Hvað eru þjóð og þjóðerni? Hver var þjóðmálastefna og verkefnaskrá Jóns forseta? Hver er hlutur Johanns Gottfried von Herder í sögu Íslendinga? Hverju máli skiptir Nikolaj Frederik Severin Grundtvig í sögu Íslendinga? Hvert var hlutverk Þórhalls Bjarnarsonar í sögu Íslendinga? Hvernig má skilgreina íslenskt þjóðerni? Hvernig má skilgreina þjóðhyggju og þjóðernisstefnu? Er þjóðmálastefna falin í kvæðinu um Dísu í dalakofanum? Og: Hverjar eru samfélagsforsendur Bjarts í Sumarhúsum?
Enginn áhugamaður um sögu Íslands og Íslendinga lætur þessa bók framhjá sér.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Undir hraun
Í ár eru 40 ár liðin frá gosinu í Heimaey og er þessi frásögn lítið innlegg í minningasjóð þeirra atburða sem Eyjamenn upplifðu í þessum stórkostlegu náttúruhamförum. Í bókinni er dregin upp raunsæ og mannleg mynd af gosinu í máli og myndum. Um er að ræða endurminningar Sigurðar Guðmundssonar eða Sigga á Háeyri eins og hann er oftast kallaður en hann upplifði það ásamt fjölskyldu sinni að missa heimili sitt í gosinu eins og svo fjölmargir aðrir Eyjamenn.
Vestmannaeyjar voru kyrrlát eyja þar sem allt gekk sinn vanagang og lífið gekk meðal annars út á að stofna fjölskyldu og koma yfir sig þaki. Á einni nóttu, nánar tiltekið 23. janúar 1973, breyttist allt. Bókin segir frá gosnóttinni, flóttanum til meginlandsins og því risavaxna björgunarstarfi sem átti sér stað. Lesandinn fær einstaka innsýn í lífið í Eyjum, hvernig fólk sýndi ótrúleg viðbrögð, stillingu og æðruleysi við afar sérstæðar aðstæður á miklum umbrota- og óvissutímum.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Snæblóm
Smásagnasafn það sem hér birtist á bók var nær fullbúið til útgáfu þegar Guðmundur L. Friðfinnsson lést, síðla árs 2004. Hið knappa smásöguform lætur höfundinum prýðilega og skilar vel vinsælum höfundareinkennum hans. Hann er næmur á blæbrigði lífsins í öllum þess fjölbreytileika. Mannlýsingar eru eftirminnilegar, atburðir og átök og víða bregður fyrir léttri kímni en alvaran er gjarnan djúp undir niðri.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012Návígi á norðurslóðum – Íshafsskipalestirnar og ófriðurinn 1942-1945
Adolf Hitler leit svo á að norðurslóðir væru örlagasvæði seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann óttaðist innrás í Noreg frá Íslandi. Stórveldin léku flókna refskák þar sem saman fóru njósnir, blekkingar og blóðugur hernaður. Litlu munaði að Churchill, Roosevelt og Stalín hittust til fyrsta leiðtogafundar síns í Hvalfirði. Miklir skipalestaflutningar fóru sem fyrr um hafsvæðin við Ísland. Rauði herinn fékk það sem til þurfti svo sigra mætti heri nasista. Austur-Evrópa féll í hendur Stalíns og félaga hans. Sovétríkin héldu velli.
Siglingum Íshafsskipalestanna fylgdu hatrammar orrustur Bandamanna við herskip og kafbáta Þjóðverja auk árása á Noreg. Stærstu herskipum Þjóðverja var að lokum eytt í einum mestu flotaaðgerðum sögunnar. Þjóðverjar brenndu niður byggðir Norður-Noregs og hröktu íbúana brott.
Lega Íslands skipti höfuðmáli í þessum ofsafengnu átökum þar sem allt var lagt undir í baráttu um flutningaleiðir og aðgengi að auðlindum. Valdahlutföll á norðurslóðum gerbreyttust. Kalda stríðið hófst.
Bókin er sjálfstætt framhald Dauðans í Dumbshafi (2011). Sú bók hlaut mjög góðar viðtökur lesenda og einróma lof gagnrýnenda. Návígi á norðurslóðum er sneisafull af upplýsingum um ótrúlega atburði sem gerðust í næsta nágrenni Íslands á mestu örlagatímum í sögu mannkyns en hafa ekki komið fram á íslensku fyrr en nú.
Með þessari bók lýkur höfundur ritun sinni á sögu norðurslóðastríðsins á árum seinni heimsstyrjaldar. Báðar bækurnar varpa nýjum skilningi á sögu seinni heimsstyrjaldar. Þær eru ómissandi öllu áhugafólki um sagnfræði, stjórnmál og æsispennandi viðburði.
Brot úr bókinni má sjá hér að neðan.
[issuu width=530 height=350 embedBackground=%23940f0f shareMenuEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=121106001941-1d1623641e9447a19a688b1d0bbaefb3 name=navigi-issuu username=magnusthor tag=arctic unit=px v=2]
Leiðbeinandi verð: 7.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012