Nýjasta útgáfa Hóla
Halloween I – hryllings- og draugasögur fyrir harðgerða krakka og unglinga
Bókin geymir nokkrar magnaðar sögur sem örugglega fá hjarta lesandans til að slá svolítið örar um tíma. Þetta er bók fyrir krakka og unglinga „sem þora! – og auðvitað hina eldri líka, svo fremi að þeir séu sterkir á taugum!“
Sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Útgáfuár: 2015Hersetan á Ströndum og Norðvesturlandi
Hér er greint frá umsvifum og dvalarstöðum setuliðsins á stríðsárunum, reynslu og kynnum liðsmanna og heimamanna, hermennskulífi, loftárásum, mannskæðum slysförum og vofveifilegum atburðum. Margar áður óbirtar ljósmyndir prýða bókina og fjallað er um braggabúðir, búnað og farartæki sem komust í hendur Íslendinga.
Viðal við höfundinn, Friðþór Eydal, er hér (undir flipanum Morgunútvarpið – 2. hluti):
http://www.utvarpsaga.is/
Leiðbeinandi verð: 6.480-.
Útgáfuár: 2015Fótboltaspurningar 2015
Hvaða fugl prýðir merki Vals? Hversu oft hefur Manchester United orðið Evrópumeistari? Hvaða leikmaður Chelsea var rekinn af velli í janúar 2013 fyrir að sparka í boltastrák? Hvert var síðasta liðið sem Ronald Koeman lék með? Liverpool keypti þrjá leikkmenn frá Southampton sumarið 2014. Tveir þeirra eru Rickie Lambert og Adam Lallana, en hver er sá þriðji? Þessi bók á að vera til á öllum heimilum knattspyrnuáhugamanna – og auðvitað hinna líka.
Leiðbeinandi verð: 1.390-.
Útgáfuár: 2015
Bestu barnabrandararnir – bara góðir
Hér er fjöldinn allur af sprenghlægilegum bröndurum sem henta hvar og hvenær sem er – jafnvel við jarðarfarir ef þær eiga að vera fyndnar! Lítum á eitt dæmi:
Það var hræðilegt slagveður og búðareigandinn var að loka, þegar inn kom maður og bað um tvo snúða. Bakarinn var undrandi á því að nokkur skyldi leggja það á sig að fara út bara til þess að kaupa tvo snúða í þvílíku veðri, svo hann spurði:
„Ertu giftur?“
„Auðvitað,“ ansaði maðurinn. „Heldur þú virkilega að mamma myndi senda mig út í þessu veðri?“
Leiðbeinandi verð: 1.390-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2015Spurningabókin 2015
Í hvaða landi eru flugeldar aðallega framleiddir? Hvað heitir heimildarmyndin um Ólaf Stefánsson handboltakappa? Hver er aðalsöguhetjan í Family Guy? Hvað gleypa krókódílar til að auðvelda sér að kafa? Þetta og margt fleira til í þessari bráðsmellnu bók sem grípa má til hvar og hvenær sem er.
Leiðbeinandi verð: 1.390-.
Útgáfuár: 2015Kveikjur
Kveikjur eftir séra Bolla Pétur Bollason, fyrrum prest í Seljakirkju og nú sóknarprest í Laufási, var að koma út. Innihald bókarinnar eru 40 smásögur og í þeim er tæpt á þjóðfélagsmálum á borð við fátækt, einelti, ofbeldi í ýmsum myndum, einsemd og siðferðisbrestum, siðferðilegum álitamálum, tilvistar- og tilgangsspurningum, sorginni, gleðinni, kærleikanum, samskiptum fólks og endalokunum.
Það er öllum hollt að lesa þessa bók og velta fyrir sér efni hennar. Hún hentar jafnt unglingum sem hinum eldri og sögurnar mega vel nýtast sem ísbrjótar fyrir samtal og sameiginlegar vangaveltur.
Ljósmyndir prýða bókina og eru þær eftir Völund Jónsson.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Útgáfuár: 2015Sigurður dýralæknir 2
Sigurður dýralæknir er síðara bindið af ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og er það jafnframt afmælisrit hans. Í fyrra bindinu, sem kom út
2011, sagði Sigurður frá æsku sinni og uppvexti til fullorðinsára og samferðamönnum á því tímaskeiði ævinnar. Mátti það heita dauður maður sem ekki grét af hlátri við lestur allra þeirra óborganlegu sagna af mönnum og málefnum sem þar komu fram. Hér fer dýralæknirinn enn á kostum þegar hann
segir frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags og dregur fram ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmtilegum viðburðum þótt vitaskuld hafi stundum gustað um hann og honum jafnvel verið hótað lífláti. Rétt er að geta þess að enn er hægt að fá fyrra bindið af ævisögu Sigurðar hjá Bókaútgáfunni Hólum.
Leiðbeinandi verð: 6.780-.
Útgáfuár: 2014Skagfirskar skemmtisögur 4 – Miklu meira fjör!
Skagfirskar skemmtisögur koma nú út í fjórða sinn og eru sögurnar orðnar hátt í 1.000 talsins.
Hér láta margir gamminn geisa og má þar nefna Hilmi Jóhannesson, lífskúnstner á Sauðárkróki, Maron vörubílstjóra og Hauk Páls i samlaginu. Einnig Álftagerðisbróðurinn Óskar Péturs, Bödda á Gili, Bjarna Har, Óla á Hellulandi, Bigga Rafns, Munda í Tungu, Dúdda á Skörðugili, Friðrik á Höfða, Tryggva í Lónkoti, Árna á Brúnastöðum, Agnar á Miklabæ, Villa Egils, Stebba Guðmunds, Gulla í Gröf, Helgu á Silfrastöðum, Helgu á Frostastöðum, Diddu í Litlu-Brekku og Ásu Öfjörð svo nokkrir skemmtilegir Skagfirðingar séu nefndir.
Hér geturðu sér sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/docs/skagf4/0
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Útgáfuár: 2014Tarfurinn frá Skalpaflóa
Hann var sonur fráskilinnar móður og ætlaði að verða skipstjóri á flutningaskipi. Ólgusjóirstjórnmála millistríðsáranna færðu hann í fang þýska sjóhersins undir stjórn nasista. Hann hlaut menntun sem skipherra á nýjum kafbát rétt áður en ófriðarbálið kviknaði í Evrópu. Þýskaland vildi hefna ófara fyrri heimsstyrjaldar.
Günther Prien og áhöfn hans á kafbátnum U47 vöktu ótta og hrylling meðal sjófarenda seinni heimsstyrjaldar. Á fyrstu dögum stríðsins sökktu þeir orrustuskipi Breta með ótrúlegri dirfsku á fornum vettvangi Íslendingasagna; Skalpaflóa á Orkneyjum norður af Skotlandi. Það var flaggskipið Royal Oak – sjálf Konungseikin.Augu siglingaþjóða opnuðust fyrir kafbátaógninni. Prien fékk viðurnefnið „Tarfurinn frá Skalpaflóa“. Á Íslandi ríkti ótti við þýsku kafbátana. Það sást vel er Hvalfjörður varð flotastöð eftir hernám Íslands 1940. U47 herjaði á siglingaleiðum suður af landinu. Þeir fyrstu frá Íslandi sem létu lífið af völdum kafbátsárásar urðu fórnarlömb Priens og félaga. Þeir skildu eftir sig blóði drifna dauðaslóð þúsunda sjómanna. En í Þýskalandi voru þeir þjóðhetjur.
Þegar U47 hvarf sporlaust suður af Íslandi voru vinsældir þeirra slíkar að Adolf Hitler bannaði fregnir af því.
Skoðaðu sýnishorn úr bókinni hér: http://issuu.com/magnusthor/docs/tarfurinn-issuu2
Leiðbeinandi verð: 6.280-.
Vornóttin angar
Í þessari bók er að finna safn ljóða eftir Odd Sigfússon frá Krossi í Fellum. Oddur er fljúgandi hagmæltur og hefur næmt eyra fyrir bragnum, orðfær og hugkvæmur. Öll eru ljóðin ort undir hefðbundnum háttum. Ljóð Odds gefa innsýn í líf hans, hann er trésmiður að mennt og hefur starfað sem slíkur en í frístundum hefur hann bæði leikið á harmoniku og sungið í kórum. Helsta ástríða hans felst þó í því að ferðast og skoða sig um, heimsækja fjarlæg lönd og kynnast fjölbreyttri menningu annarra þjóða. Ljóðin túlka tilfinningar hans, reynslu og skoðanir, hér er ort um allt milli himins og jarðar. Mörg ljóðanna lýsa ferðalögum höfundarins og þar eru gjarnan dregnar upp myndir af því sem fyrir augu og eyru ber. Auk þess er víða vísað til samferðamanna Odds, félaga hans og fjölskyldumeðlima eða annarra sem hann hefur hitt eða starfað með á lífsgöngunni. Efni bókarinnar er þannig afar fjölbreytt, bæði hvað varðar bragform og innihald.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Útgáfuár: 2014