Nýjasta útgáfa Hóla
Góðar gátur
Hvað er það sem slær nott sem nýtan dag en slær þó engan til óbóta? Hver hefur 21 auga en hvorki nef né munn? Hver eru grimmustu farartækin? Hvað dregur músin engu síður en fíllinn?
Í þessari skemmtilegu gátubók kennir ýmissa grasa og eru gáturnar bæði léttar og erfiðar og svo auðvitað allt þar á milli.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2017Bestu barnabrandararnir – heimsklassa grín
Besti barnabrandara-bókaflokkurinn hefur í liðlega tvo áratugi kætt jafnt unga sem eldri og enginn verður svikinn af nýjustu afurðinni úr þeim flokki, svo mikið er víst. Hlátur og aftur hlátur, þú verður að lesa þessa!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Útgáfuár: 2017Spurningabókin 2017
Hver er elsti íslenski sjónvarpsþátturinn sem ennþá er sýndur? Hvaða fugl er tákn friðar? Hvað eru 100 menn lengi að vinna 100 dagsverk? Hvaða planta verður að biðukollu? Fyrir hvað stendur Th. í nafni Guðna Th. Jóhannessonar forseta?
Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Útgáfuár: 2017Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum
Hér tala menn tæpitungulaust og eru ýmist bláedrú, blindfullir, vel rakir eða skelþunnir. Við sögu koma meðal annars Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson, Ingvar Viktorsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Hvati á Stöðinni, séra Hjálmar Jónsson, Ingvi Mór, Smelli, Slabbi djó, Doddi hestur, Guðjón Gíslason í Sandgerði, og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Útgáfuár: 2017Mannslíf í húfi II
Á mörkunum
Á mörkunum, eftir Sigurð Óttar Jónsson, rafvirkjameistara frá Smáragrund á Jökuldal, hefur að geyma sjötíu og fimm hringhendur. Margar af vísum hans hafa orðið fleygar. Sem hagyrðingur má segja að hann sé þekktur fyrir tvennt; að yrkja fáar vísur og góðar. Bókinni fylgir eftirmáli sem er fræðileg samantekt á hringhenduforminu, uppruna þess og þróun. Það er Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem hefur tekið það efni saman. Útgáfudagur bókarinnar var 24. maí næstkomandi, en þann dag varð Sigurður Óttar sjötíu og fimm ára.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Útgáfuár: 2017Leynilíf gæludýra
Stútfull bók af skemmtiefni, leikjum og þrautum, en auk þess eru hér andlitsgrímur af Max, Chloe, Snjólfi og Gittu og því er auðveldlega hægt að bregða sér í gervi þeirra – og gera eitthvað skemmtilegt af sér. Tvímælalaust barnabókin í ár!
Leiðbeinandi verð: 3.380-.
Útgáfuár: 2016Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar
Séra Vigfús Þór Árnason lét af störfum fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað sem sóknarprestur í 40 ár, fyrst á Siglufirði og seinni hluta starfsævinnar í Grafarvogi. Vigfús Þór hefur oft farið ótroðnar slóðir og segir hér sögu sína hispurslaust og af hreinskilni, gædda því einstaka skopskyni sem honum er svo eðlislægt að beita.
Hér segir meðal annars frá:
- giftingu í sandkassa,
- sögulegri heimsókn „lyktandi“ guðfræðinema til Færeyja,
- ýmsum atburðum í lögreglunni,
- jarðarför Gústa guðsmanns sem sjálfur hóf upp raustina í eigin kveðjustund,
- sáttafundum hjóna í ræstikompu,
- fyrstu klukknahringingunni í Grafarvogskirkju – sem ekki var af mannavöldum,
- óvæntri diskóljósamessu.
VILJI ER ALLT SEM ÞARF er bæði bráðskemmtileg og fróðleg bók; kitlar hláturtaugarnar og veitir lesandanum jafnframt innsýn í starf prestsins, sem er fjölbreyttara en margur heldur.
Leiðbeinandi verð: 7.480-.
Útgáfuár: 2016Héraðsmannasögur – gamansögur af Héraði
Hákon Aðalsteinsson fær próflausan ungling, Sigurð G. Tómasson, til að rúnta með sig um Héraðið. Hrafn á Hallormsstað útskýrir veru sína í Framsóknarflokknum. Frissi í Skóghlíð segir vel líta út með flug til Vopnafjarðar. Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum kærir lögregluna. Þráinn Jónsson er alls staðar. Aðalsteinn á Vaðbrekku á við sérkennilegt áfangisvandamál að stríða. Baldur Pálsson segir frá eðlisfræðitilraunum á Jökuldal. Séra Sigurjón á Kirkjubæ verður að halda áfram að jarða þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaun og Sigríður Rósa Kristinsdóttir sendir Sverri Hermannssyni tóninn. Eru þá fáir upptaldir af þeim sem koma hér við sögu. Og svo er spurt: Er samvinnuhreyfingin tómt klám?
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Útgáfuár: 2016Skagfirskar skemmtisögur 5
Hér kennir margra grasa. Séra Þórir Stephensen er kallaður til skítverka á Sauðárkróki. Stína Sölva heldur þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera Álftagerðisbræður. Kári Valla makar á sig súkkulaði í sturtunni. Ása Öfjörð klárar messuvínið. Egill Bjarna sendir Sigga Guðjóns út í kjörbúð að kaupa skyr. Það raknar úr garnaflækju hjá Valla Jóns. Jóhann Salberg sýslumaður býður forseta Íslands Ópal. Steingrímur á Silfrastöðum segir kirkjuna rúma heilt helvíti. Andrés Valberg selur sömu hauskúpuna tvisvar. Rúnki predikari bölsótar steinbítnum. Sölvi Helgason hrækir í Hróarsdal og Seðlabankamenn hringja í Hörð á Hofi. Þá er sagt frá ævintýralegum hestaviðskiptum við Stebba á Keldulandi og bókin endar á smásögunni Raunir á Reyðarskeri.
Skagfirskar skemmtisögur 5 er ávísun á taumlausa skemmtun.
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Útgáfuár: 2016