Fótboltaspilið

Mig langar til að vekja athygli ykkar á nýju spili sem kemur út um mánaðarmótin.  Það heitir FÓTBOLTASPILIÐ og er eftir knattspyrnuspekinginn Guðjón Inga Eiríksson.  Það inniheldur 1800 fótboltaspurningar í sex flokkum, en þeir eru: Enski boltinn, Íslenski boltinn, Evrópuboltinn, Landsliðin, Út um víðan völl og 1 X 2. Spilið er fyrir alla sem fylgjast með fótbolta, jafnt unga sem aldna, en allt að sex geta spilað í einu (auðvitað geta verið fleiri en einn i liði). Það verður í fallegum kassa og leikspjaldið afar flott.

Leiðbeinandi verð spilsins verður kr. 7.980-, en ykkur býðst nú að kaupa það í forsölu á kr. 6.980.  Hægt er að panta spilið á netfanginu holar@holabok.is, en einnig í símum 557-5270 og 587-2619.  Ganga þarf frá greiðslu um leið og það er pantað, t.d. gefa upp greiðslukortanúmer + gildistíma þess og kennitölu viðkomandi (það verður ekki tekið út af kortinu fyrr en spilið hefur verið sent viðkomandi kaupanda).  Einnig er hægt að greiða upphæðina inn á reikning Bókaútgáfunnar Hóla (þá gefur viðkomandi upp netfang sitt og hann verður svo látinn vita þegar spilið er tilbúið og leggur þá inn fyrir því).

Þetta er tvímælalaust jólagjöfin í ár fyrir knattspyrnuáhugafólkið.

Föstudagur 9. september 2011
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is